- Details
- Húsnefnd
Núna á fimmtudagskvöldið 3. febrúar kl 20 gefst tækifæri til að læra á alvöru kaffivél.
Kennt verður á kaffivél klúbbsins sem er í klúbbhúsinu.
Mestur tíminn fer í espresso-gerð, allt frá baunum til bolla.
Allir fá tækifæri að spreyta sig.
Í lokin verður flóun mjólkur fyrir Macchiato/Cappuccino/Latte tekin fyrir.
Allir velkomnir
- Details
- Fjölnir Björgvinsson
Hittumst í Ásvallalaug Hafnarfirði klukkan 09:30 (fjallahjól) Hjólum hring við allra hæfi.
sjá nánar hér --->
- Details
Fjallahjólaklúbburinn stígur nú á bak hinum þæga en viljuga Hjólhesti í þriðja sinn í ár og kennir ýmissa grasa nú sem fyrr. Ferðasögur í blaðinu eru í algleymingi og tæknimálin fá sinn sess að ógleymdum greinum um samgöngur á reiðhjólum. Allt þetta stuðlar vonandi að auknum hjólreiðum, en það er einmitt markmið klúbbsins samkvæmt lögum félagsins. Nóg um það.
Á liðnu starfsári klúbbsins var líf í tuskunum, farnar voru ferðir út á land, yfir Heljardalsheiði og um Veiðivötn auk þriðjudagsferðanna innan höfuðborgarsvæðisins. Í klúbbhúsinu við Brekkustíg sló hjarta klúbbsins hvern einasta fimmtudag þar sem voru haldin námskeið, fyrirlestrar, kynningar og fleira. Að öðrum ólöstuðum hljótum við sérstaklega að geta fyrirlesturs Jóns Björnssonar um hjólaævintýri sín erlendis. Húsfyllir var á baðstofuloftinu og nýja kaffivélin sem keypt var í vetur fékk að vinna fyrir tilverurétti sínum. Á milli formlegra dagskrárliða á fimmtudögum var opið hús með viðgerðaraðstöðunni og til viðbótar var opið hvern dag í maí, er átakið Hjólað í vinnuna fór fram og leituðu margir aðstoðar klúbbsins vikuna þá.
- Details
- Hrönn Harðardóttir
Rétt áður en menn belgja sig út af smákökum og öðrum kræsingum tengdum aðventunni er upplagt að fara í smá hjólatúr út fyrir bæinn. Laugardaginn 27 nóvember verður hjólað til Álftavatns, sem er í 65-75 km fjarlægð frá Reykjavík. Eftir því hvort hjóluð er Nesjavallaleið eða í gegn um Mosfellsbæ, yfir heiðina og meðfram Þingvallavatni.
- Details
- Páll Guðjónsson
Fimmtudagskvöld kl. 20 mun Ingibergur Sigurðsson koma í klúbbhúsið Brekkustíg 2 og segir okkur frá ferð sinni um sveitir Spánar eftir leiðinni Camino de Santiago – Via de la Plata
Hjónin Ingibergur Sigurðsson og Helga Þormóðsdóttir fóru í maí 1000 km. á reiðhjóli um sveitir Spánar frá Sevilla til Santiago de Compostela.
Via de la Plata er ein lengsta pílagrímaleiðin á Spáni. Leiðin var endurvakin 1991 og skartar mörgum minjum frá tímum rómverja. Góður og ódýr valkostur fyrir þá sem vilja hjóla í sumarfríinu.
- Details
- Örlygur Sigurjónsson
Aðalfundur ÍFHK var haldinn í gær, fimmtudaginn 28 okt. 2010. Tvær lagabreytingar voru samþykktar og þrjú komu ný inn í stjórn félagsins. Ný stjórn er því skipuð þeim Örlygi Sigurjónssyni formanni, Arnaldi Gylfasyni, og hinum nýkjörnu Hrönn Harðardóttur, Unni Bragadóttur og Einari Kristinssyni. Varamenn eru Fjölnir Björgvinsson og Stefán B. Sverrisson.
Úr stjórn hverfa Ágerður Bergsdóttir gjaldkeri, Fjölnir Björgvinsson formaður og Sesselja Traustadóttir varaformaður. Þeim eru færðar þakkir fyrir öflugt starf í þágu klúbbsins.
Nýr formaður lagði áherslu á að ÍFHK yrði áfram öflugur vettvangur hjólreiðafólks fyrir fræðslu, skemmtun og félagsskap. Einnig þyrfti að viðhalda og efla tengsl klúbbsins við önnur félög og vera almennt sýnilegur í samfélaginu og vinna að markmiðum klúbbsins, sem eru þau að efla hjólreiðar. Að öllu þessu hefur verið unnið af myndarskap innan klúbbsins og verður hvergi slakað á í þeim efnum.
- Details
- Stjórn ÍFHK
Aðalfundur Íslenska fjallahjólaklúbbsins ÍFHK verður haldin í Klúbbhúsinu að Brekkustíg 2 fimmtudaginn 28. október 2010 klukkan 20:00
- Details
- Húsnefnd
Fimmtudaginn 30 september verður kynning á hjólaljósum frá fyrirtækinu Light and Motion. Albert formaður HFR kemur með allt það nýjasta í díóðuljósum og lætur gamminn geysa frá 20.00.
Nú er haustið skollið á og tími kominn að athuga með ljósabúnaðinn. www.bikelightingsystem.com
Heitt á könnunni og viðgerðaraðstaðan að sjálfsögðu opin.
Fleiri greinar...
Síða 35 af 63