- Details
- Ferðanefnd
Fimmtudaginn 23 september verður kynning á hjólaferð í Veiðivötn 1. til 3. október. Nú fer að hausta og er þetta kjörið tækifæri til þess að setja punktinn yfir iið á frábæru ferðasumri. Björgvin kemur með kynningarmynd um veiðivötn og svarar öllum þeim spurningum sem kunna að koma upp. Þetta er trússferð með skálagistingu. Húsnefnd sér um kaffi og meðlæti og viðgerðaraðstaðan verður opin.
Nánar um ferðina í þessari frétt.
Ferðanefnd
- Details
- Ferðanefnd
Hjólaferð í Veiðivötn 1. til 3. október. Gist í skálum. Trússferð. Verð er 15.000.- fyrir akstur og gistingu.
Ferðanefndin stendur fyrir helgarferð í Veiðivötn helgina 1. til. 3. október.
Farið verður af stað frá klúbbhúsinu Brekkustíg 2. kl. 20.00 föstudagskvöldið 1. október.
Á laugardeginum hjólum við um um svæðið og skoðum áhugaverða staði sunnan skála.
Á sunnudeginum hjólum við norðan skála, með stefnu heim á leið.
- Details
Jón Björnsson, sálfræðingur og rithöfundur, hefur frá árinu 2001 farið í átta hjólaferðir til Evrópu og Asíu um 15 lönd, m.a tvívegis til Santiago de Compostela á Spáni, frá Gdansk niður Evrópu um Istanbúl og austur til Bakú, og er sem stendur að hjóla kringum Eystrasalt og hefur lokið tveim þriðju hlutum. Hann hefur samið tvær bækur um þessar ferðir; Á Jakobsvegi 2002 og Með skör járntjaldsins 2006. Sú þriðja er í smíðum.
Fimmtudaginn 16. september, við upphaf evrópsku Samgönguvikunnar 2010, ætlar Jón að heimsækja Baðstofuloftið okkar í húsnæði Íslenska fjallahjólaklúbbsins að Brekkustíg 2 og segja frá ferðum sínum í máli og myndum.
- Details
- Árni Davíðsson
Landssamtök hjólreiðamanna fagna fyrirhuguðum breytingum á Suðurgötu og auknu vægi sem hjólreiðum er gefið sem ferðamáta með lagningu hjólareinar um götuna. Svona lausnir eru meðal stefnumála Landssamtakanna en um þau má lesa á vef LHM lhm.is/stefnumal.
Vel staðsettar hjólareinar eins og þarna í Suðurgötu geta hentað víða og hvetja almenning til aukinna hjólreiða.
Einnig lýsa samtökin yfir ánægju með tilraunaverkefnið með hjólarein upp Hverfisgötuna og hjólavísa niðureftir og bendum á þörfina fyrir hjólarein framhjá Hlemmi í framhaldinu.
- Details
- Fjölnir Björgvinsson
Hjólaferð um hálfan Kjalveg helgina 4-5 september. Allt með á hjólunum. 200km leið á tveim dögum. Ferð fyrir vana og sjálfstæða hjólara. Verð 6000.- í rútuna.
- Details
- Fjölnir Björgvinsson
Hjólað með Útivist í Bása 4 - 5. sept. 2x 25km. Gist í skálanum í Básum eða í tjöldum. Trússað á einkabílum. Meðal erfið/létt ferð.
- Details
- Páll Guðjónsson
Það var hringt úr Listaháskólanum í klúbbsímann. Þar eru nemar að velta fyrir sér hönnun á hlutum sem hjólafólki finnst vanta og gæti komið að góðun notum. Það má vera öryggistæki eða hvað eina sem okkur dettur í hug og dregur ekki úr hagkvæmni hjólsins.
Þeim var bent á að mæta í klúbbhúsið 9. sept fyrir hugarflugsfund. Við óskum því sérstaklega eftir að fá hugmyndaríkt fólk á staðinn.
- Details
- Fjölnir Björgvinsson
Öll þriðjudagskvöld síðan í maí í sumar hafa verið farnar svokallaðar þriðjudagskvöldferðir frá Fjölskyldu og húsdýragarðinum kl 19:30. Búið er að þræða helstu stígana á stór höfuðborgarsvæðinu og nú er komið að þeirri síðustu. Við leggjum af stað eins og vanalega frá Fjölskyldu og húsdýragarðinum kl 19:30 og veljum okkur einhverja skemmtilega leið niður í Skeifu þar sem Fjallahjólabúðin GÁP býður okkur velkomin með grilluðum pylsum og sértilboðum á ljósum. Kvöldferðunum verður slitið formlega og þátttökubikarinn afhentur. Verslunin verður opin til kl 21 í tilefni dagsinns.
Ferðanefndin.
Fleiri greinar...
Síða 36 af 63