- Details
- Örlygur Sigurjónsson
Aðalfundur ÍFHK var haldinn í gær, fimmtudaginn 28 okt. 2010. Tvær lagabreytingar voru samþykktar og þrjú komu ný inn í stjórn félagsins. Ný stjórn er því skipuð þeim Örlygi Sigurjónssyni formanni, Arnaldi Gylfasyni, og hinum nýkjörnu Hrönn Harðardóttur, Unni Bragadóttur og Einari Kristinssyni. Varamenn eru Fjölnir Björgvinsson og Stefán B. Sverrisson.
Úr stjórn hverfa Ágerður Bergsdóttir gjaldkeri, Fjölnir Björgvinsson formaður og Sesselja Traustadóttir varaformaður. Þeim eru færðar þakkir fyrir öflugt starf í þágu klúbbsins.
Nýr formaður lagði áherslu á að ÍFHK yrði áfram öflugur vettvangur hjólreiðafólks fyrir fræðslu, skemmtun og félagsskap. Einnig þyrfti að viðhalda og efla tengsl klúbbsins við önnur félög og vera almennt sýnilegur í samfélaginu og vinna að markmiðum klúbbsins, sem eru þau að efla hjólreiðar. Að öllu þessu hefur verið unnið af myndarskap innan klúbbsins og verður hvergi slakað á í þeim efnum.
- Details
- Stjórn ÍFHK
Aðalfundur Íslenska fjallahjólaklúbbsins ÍFHK verður haldin í Klúbbhúsinu að Brekkustíg 2 fimmtudaginn 28. október 2010 klukkan 20:00
- Details
- Húsnefnd
Fimmtudaginn 30 september verður kynning á hjólaljósum frá fyrirtækinu Light and Motion. Albert formaður HFR kemur með allt það nýjasta í díóðuljósum og lætur gamminn geysa frá 20.00.
Nú er haustið skollið á og tími kominn að athuga með ljósabúnaðinn. www.bikelightingsystem.com
Heitt á könnunni og viðgerðaraðstaðan að sjálfsögðu opin.
- Details
- Ferðanefnd
Fimmtudaginn 23 september verður kynning á hjólaferð í Veiðivötn 1. til 3. október. Nú fer að hausta og er þetta kjörið tækifæri til þess að setja punktinn yfir iið á frábæru ferðasumri. Björgvin kemur með kynningarmynd um veiðivötn og svarar öllum þeim spurningum sem kunna að koma upp. Þetta er trússferð með skálagistingu. Húsnefnd sér um kaffi og meðlæti og viðgerðaraðstaðan verður opin.
Nánar um ferðina í þessari frétt.
Ferðanefnd
- Details
- Ferðanefnd
Hjólaferð í Veiðivötn 1. til 3. október. Gist í skálum. Trússferð. Verð er 15.000.- fyrir akstur og gistingu.
Ferðanefndin stendur fyrir helgarferð í Veiðivötn helgina 1. til. 3. október.
Farið verður af stað frá klúbbhúsinu Brekkustíg 2. kl. 20.00 föstudagskvöldið 1. október.
Á laugardeginum hjólum við um um svæðið og skoðum áhugaverða staði sunnan skála.
Á sunnudeginum hjólum við norðan skála, með stefnu heim á leið.
- Details
Jón Björnsson, sálfræðingur og rithöfundur, hefur frá árinu 2001 farið í átta hjólaferðir til Evrópu og Asíu um 15 lönd, m.a tvívegis til Santiago de Compostela á Spáni, frá Gdansk niður Evrópu um Istanbúl og austur til Bakú, og er sem stendur að hjóla kringum Eystrasalt og hefur lokið tveim þriðju hlutum. Hann hefur samið tvær bækur um þessar ferðir; Á Jakobsvegi 2002 og Með skör járntjaldsins 2006. Sú þriðja er í smíðum.
Fimmtudaginn 16. september, við upphaf evrópsku Samgönguvikunnar 2010, ætlar Jón að heimsækja Baðstofuloftið okkar í húsnæði Íslenska fjallahjólaklúbbsins að Brekkustíg 2 og segja frá ferðum sínum í máli og myndum.
- Details
- Árni Davíðsson
Landssamtök hjólreiðamanna fagna fyrirhuguðum breytingum á Suðurgötu og auknu vægi sem hjólreiðum er gefið sem ferðamáta með lagningu hjólareinar um götuna. Svona lausnir eru meðal stefnumála Landssamtakanna en um þau má lesa á vef LHM lhm.is/stefnumal.
Vel staðsettar hjólareinar eins og þarna í Suðurgötu geta hentað víða og hvetja almenning til aukinna hjólreiða.
Einnig lýsa samtökin yfir ánægju með tilraunaverkefnið með hjólarein upp Hverfisgötuna og hjólavísa niðureftir og bendum á þörfina fyrir hjólarein framhjá Hlemmi í framhaldinu.
- Details
- Fjölnir Björgvinsson
Hjólaferð um hálfan Kjalveg helgina 4-5 september. Allt með á hjólunum. 200km leið á tveim dögum. Ferð fyrir vana og sjálfstæða hjólara. Verð 6000.- í rútuna.
Fleiri greinar...
Síða 36 af 64