Dagskrá aðalfundar:
1. Kosning fundarstjóra.
2. Skýrsla formanns.
3. Lagðir fram endurskoðaðir og áritaðir reikningar
4. Tillögur um breytingar á lögum klúbbsins.
a. Tillögur verða að hafa borist stjórn fyrir 14. október.
b. Þær verða svo kynntar félagsmönnum fyrir aðalfund í tölvupósti.
5. Kosning formanns.
6. Kosning stjórnar.
7. Nefndir mannaðar
8. Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun
9. Önnur mál.
Tvær lagabreytingatillögur:
i) Breyting á 7. grein
Fella út setninguna "Tapist félagsskírteini ber félagsmanni að greiða hálft andvirði nýs skírteinis og skrá nafn sitt á það í votta viðurvist."
Greinin hljóðar svona í dag:
"7. grein: Hafi félagsmaður ekki greitt félagsgjald fyrir aðalfund, hefur hann ekki atkvæðisrétt á aðalfundi og er ekki kjörgengur í stjórn og nefndir.
Við afgreiðslu atkvæða ber félagsmanni að sýna félagsskírteini. Falli greiðsla félagsgjalda niður í eitt ár hættir félagsmaður að fá fréttabréf félagsins.
Tapist félagsskírteini ber félagsmanni að greiða hálft andvirði nýs skírteinis og skrá nafn sitt á það í votta viðurvist."
Greinin mun þá hljóða svona eftir breytingu:
"7. grein: Hafi félagsmaður ekki greitt félagsgjald fyrir aðalfund, hefur hann ekki atkvæðisrétt á aðalfundi og er ekki kjörgengur í stjórn og nefndir.
Við afgreiðslu atkvæða ber félagsmanni að sýna félagsskírteini. Falli greiðsla félagsgjalda niður í eitt ár hættir félagsmaður að fá fréttabréf félagsins."
ii) Breyting á 10. grein
Fella út setninguna "Stjórnarfundir skulu haldnir mánaðarlega" í 10. grein.
Greinin hljóðar svona í dag:
"10. grein: Stjórninni ber að gæta hagsmuna félagsins. Hún ber ábyrgð á eignum þess og boðar til funda.
Stjórnarfundir skulu haldnir mánaðarlega. Stjórnin getur enga fullnaðarákvörðun tekið nema þrír stjórnarmenn séu henni fylgjandi.
Stjórnin getur vikið mönnum úr félaginu álíti hún framkomu þeirra félaginu til vansa.
Þó getur viðkomandi óskað þess að málið verði tekið fyrir á félagsfundi."
Greinin mun þá hljóða svona eftir breytingu:
"10. grein: Stjórninni ber að gæta hagsmuna félagsins. Hún ber ábyrgð á eignum þess og boðar til funda.
Stjórnin getur enga fullnaðarákvörðun tekið nema þrír stjórnarmenn séu henni fylgjandi.
Stjórnin getur vikið mönnum úr félaginu álíti hún framkomu þeirra félaginu til vansa.
Þó getur viðkomandi óskað þess að málið verði tekið fyrir á félagsfundi."
Lög ÍFHK má lesa hér.