- Details
- Fjölnir Björgvinsson
Hjólað í vinnuna með kaffibolla
Á fimmtudagskvöldið ætlar hún Kristín Lilja í Hjólað í vinnuna verkefninu að líta í heimsókn í klúbbhúsið og
spjalla um verkefnið. Allir sem eru forvitnir að heyra frá forsvarsmönnum verkefnisins eru hvattir til að láta sjá sig.
Arnaldur verður við kaffivélina og býður gestum og gangandi gæða-kaffi-bolla.
Sjáumst.
- Details
- Einar Kristinsson
Hjólað frá Brekkustígnum og haldið út að Gróttunni. Nesti og gaman. 30. apríl er síðasti dagurinn sem fara má út í Gróttu áður en svæðinu er lokað um varptímann. Kjörinn vettvangur fyrir þá sem hjóla með börnunum í aftanívagni, tengihjóli, eða á eigin hjóli. Lauflétt og fjölskylduvænt.
Sólveig Lind Ásgeirsdóttir leiðir þessa ferð. Hjólað verður frá klúbbhúsinu klukkan 11:00, út í Gróttu þar sem boðið verður upp á kókómjólk og kleinur.
- Details
- Fjölnir Björgvinsson
Fimmtudaginn 14. apríl verður viðgerðanámskeið í klúbbhúsinu kl 20 - 22. Farið verður yfir helstu atriði varðandi viðhald og stillingar á bremsum og gírum. Námskeiðið verður á fyrirlestrarformi, öllum opið og ókeypis. Heitt á könnunni að sjálfsögðu. Leiðbeinendur að þessu sinni eru Fjölnir og Garðar.
- Details
- Páll Guðjónsson
Hjólhesturinn sem kom út í mars og var fyrst sendur til félagsmanna er nú kominn á vefinn og má lesa hann hér. Á næstunni munum við svo setja greinarnar á vefinn, sumar í lengri útgáfum. Eldri Hjólhesta má finna á heimasíðunni undir Pistlar og greinar > Hjólhesturinn fréttablað
Endilega linkið á hann á facebook og sendið á vini. Hjólhesturinn þráir athygli.
- Details
- Páll Guðjónsson
Nú ættu allir félagsmenn að vera búnir að fá nýjasta fréttabréfið
okkar og ný skírteini. Ef ekki athugið þá hvort þið eigið nokkuð eftir
að borga félagsgjaldið í heimabankanum.ð byrja, vorið er á leiðinni og þá er gott að nýta sér þá
afslætti sem hjólabúðirnar gefa okkur. Takið þátt og styðjið
starfsemina. Sjá nánar hér .
Sendið tölvupóst á
- Details
- Páll Guðjónsson
Eftir að hafa staðið vaktina með umsjón félagatalsins af alúð og elju
síðan hún var formaður hefur hún Alda Jóns nú látið af því starfi. Við
þökkum henni innilega fyrir frábært starf öll þessi ár. Það er ekki
lítill tími sem hefur farið í að halda utan um þetta og nákvæmnisverk að
halda í góðu horfi. Eins og allt í Fjallahjólaklúbbnum þá er þetta
starf unnið kauplaust af hugsjón í sjálfboðavinnu. Fyrstu árin sá Magnús
Bergsson um félagatalið, síðar tók undirritaður við í nokkur ár en Alda
hefur staðið vaktina lengst í 22 ára sögu klúbbsins.
- Details
- Vefstjóri
Fimmtudaginn 24. mars, er komið að búnaðarkynningu í klúbbhúsinu á vegum
Fjallakofans. Þá mæta Fjallakofamenn með það nýjasta í fatnaði fyrir
hjólafólk. Kaffi á boðstólum og viðgerðaraðstaðan opin á neðri hæðinni.
Húsið opnar klæ 20 eins og venjulega. Verið velkomin á Brekkustíg 2.
Nefndin.
- Details
- Páll Guðjónsson
Aðalfundur Landssamtaka hjólreiðamanna verður haldinn fimmtudaginn 31. mars næstkomandi kl. 18:00 að Brekkustíg 2, 101 Reykjavík. Húsið opnar kl. 17:30. Sjá nánar hér
Fleiri greinar...
Síða 33 af 63