Þetta er í annað skiptið sem viö gefum út svona bækling, Í fyrra kom hann út í 8000 eintökum og fékk afar góðar móttökur. Upplagið var fljótt ad renna út svo við prentuðum 16000 eintök þetta árid sem eru í dreifingu víðsvegar. Liðsstjórar í Hjólað í vinnuna gátu t.d. nálgast eintök hjá Hjólað í vinnuna/ÍSÍ. 

Bæklinginn má lesa hér: http://fjallahjolaklubburinn.is/content/view/622/142/

Endilega áframsendið póstinn eða linkið á facebook því við viljum að sem flestir læri þessa tækni og kynnist kostum hjólreiða.

Hjólreiðar eru einn öruggasti og heilbrigðasti fararmáti sem völ er á og hreint ekkert flókið að prófa. 

Allt efnið er líka aðgengilegt á nýjum vef: hjolreidar.is

Í bæklingnum og á vefnum er reynt að sýna ýmsar skemmtilegar hliðar á hjólamenningunni s.s. að hjólafatnaður þarf ekki að vera úr lycra og það er lítið mál að hjóla um án þess að fórna sínum persónulega stíl. Hjólreiðar eru fyrir alla.

Kv. Páll Guðjónsson, ritstjóri bæklingsins.