Netskráningu lýkur 3. júní og er það gert vegna þess að notast verður við flögukerfi við tímatöku (allir keppendur hjóla með litla flögu með sér). Keppnisgögn skal sækja í Erninum (Skeifunni 11D) frá 5. til 10. júni.

Lagt af stað frá Ásvallalaug en EKKI frá Strandgötu. Frá Ásvallalaug verður hjólað í lögreglufylgd inn á Kaldárselsveg þar sem hópnum verður safnað saman og ræsing fer fram. Fyrstu 15 keppendurnir frá því í fyrra fá forgang á fyrstu tvær raðirnar í ræsingu. Það er gert til þess að minnka slysahættu og draga úr troðningi og er í samræmi við hefðir í svipuðum atburðum erlendis. Allar gerðir hjóla eru leyfðar en liggistýri (letingjar) eru bönnuð.

Að lokinni keppni fá allir þátttakendur frítt í Bláa Lónið auk þess sem einn besti veitingastaður landsins, LAVA í Bláa Lóninu, gefur öllum súpu eftir keppi. IGS - Nordic Deli gefur öllum samlokur og Vífilfell gefur drykki, bæði á leiðinni og eftir keppni. Húsasmiðjan, Sjóvá, HS orka og HS veitur, reiðhjólaverslunin Örninn og útvarpsstöðin Kaninn styrkja einnig atburðinn.

Þátttakendur fá afslátt í Erninum þegar þeir sækja keppnisgögn þar, 15% af öllum fatnaði, brúsum og brúsastatífum. Einnig 15% afslátt af hinum vinsælu Bontrager XR1 dekkjum sem hafa reynst vel á þessari leið í gegnum árin.

Skráning og nánari upplýsingar hér: http://www.hfr.is/blaa/upplysingar.asp?m=5