http://www.icelandairhotels.is/hotels/hengill

 

Ferðatilhögun

Leiðin er u.þ.b. 40 km löng, það er farin svokölluð Nesjavallaleið, yfir Hengilinn og niður að Hótel Hengli.  Áætlaður ferðatími er 5-6 klukkutímar, lagt af stað frá Árbæjarsafni kl 12:00, laugardaginn 14 maí 2011, mæting aðeins fyrr.  Einstök náttúrufegurð er á þessum slóðum og upplagt að byrja ferðasumarið á þessari ferð, sem sumir kalla leti og dólferð rétt út fyrir bæinn.  Aðrir munu koma þreyttir en ánægðir á áfangastað, og þá er upplagt að láta líða úr sér í heita pottinum, snæða saman í góðra vina hópi og spjalla um hjólreiðar, málefni líðandi stundar og þeir sem vilja geta horft á Eurovision.  Brottför frá Nesjavöllum er áætluð kl 11:00 á sunnudag eftir staðgóðan morgunverð, heimleiðin er auðveldari og því áætluð 3-4 tímar.  Sama leið, bara minna af brekkum.

 

Það mun trúss-bíll fylgja hópnum, hægt að tylla sér inn og vippa hjólinu upp í kerru ef brekkurnar reynast vera þrautin þyngri.  Hann tekur einnig farangur.

 

Verð

a)      Gisting í tveggja manna herbergi, uppábúin rúm, kvöld-og morgunverður innifalinn, 10.000,00 á mann (13.000,00 ef fólk er ekki félagar í Fjallahjólaklúbbnum)

b)      Börn mega sofa á dýnu inni hjá foreldrum sem skaffa þá svefnpoka, það kostar ekkert aukalega, þau fá morgunmat.

c)      Stálpuð börn og unglingar í fylgd með forráðamönnum geta sofið á dýnum í svefnsal, 2.000 krónur á barn (2.500 fyrir utanfélagsmenn), morgunverður innifalinn, forráðamenn skaffa svefnpoka.

d)      Þeir sem vilja geta hjólað með okkur og hjólað aftur heim eða látið sækja sig á Nesjavelli.  Þeir þurfa ekki að greiða neitt gjald.

 

Bókun í ferðina
Sendið línu á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. til að panta, takið fram hversu margir fullorðnir, hversu mörg börn og hversu margir unglingar.  Ferðina þarf að greiða eigi síðar en miðvikudaginn 11 maí 2011, upplýsingar um greiðslutilhögun verður send í email til þeirra sem panta.  Nánari upplýsingar veitir Hrönn í síma 823-9780

Hvað þarf að taka með?
Nesti fyrir 2 daga.  Það er eitt nestisstopp á leiðinni hvorn daginn, og gott er að hafa aukabita meðferðis ef ferðatími lengist.

Vatn, ca 2 lítra á mann.  Það eru engir lækir á leiðinni.

Tannbursta.

Sundföt.

Föt til skiptanna.

Pumpu og auka-slöngu (eða bætur og lím)

Og góða skapið að sjálfsögðu

 


Kveðja

Ferðanefndin