http://www.icelandairhotels.is/hotels/hengill
Ferðatilhögun
Leiðin er u.þ.b. 40 km löng, það er farin svokölluð Nesjavallaleið, yfir Hengilinn og niður að Hótel Hengli. Áætlaður ferðatími er 5-6 klukkutímar, lagt af stað frá Árbæjarsafni kl 12:00, laugardaginn 14 maí 2011, mæting aðeins fyrr. Einstök náttúrufegurð er á þessum slóðum og upplagt að byrja ferðasumarið á þessari ferð, sem sumir kalla leti og dólferð rétt út fyrir bæinn. Aðrir munu koma þreyttir en ánægðir á áfangastað, og þá er upplagt að láta líða úr sér í heita pottinum, snæða saman í góðra vina hópi og spjalla um hjólreiðar, málefni líðandi stundar og þeir sem vilja geta horft á Eurovision. Brottför frá Nesjavöllum er áætluð kl 11:00 á sunnudag eftir staðgóðan morgunverð, heimleiðin er auðveldari og því áætluð 3-4 tímar. Sama leið, bara minna af brekkum.
Það mun trúss-bíll fylgja hópnum, hægt að tylla sér inn og vippa hjólinu upp í kerru ef brekkurnar reynast vera þrautin þyngri. Hann tekur einnig farangur.
Verð
a) Gisting í tveggja manna herbergi, uppábúin rúm, kvöld-og morgunverður innifalinn, 10.000,00 á mann (13.000,00 ef fólk er ekki félagar í Fjallahjólaklúbbnum)
b) Börn mega sofa á dýnu inni hjá foreldrum sem skaffa þá svefnpoka, það kostar ekkert aukalega, þau fá morgunmat.
c) Stálpuð börn og unglingar í fylgd með forráðamönnum geta sofið á dýnum í svefnsal, 2.000 krónur á barn (2.500 fyrir utanfélagsmenn), morgunverður innifalinn, forráðamenn skaffa svefnpoka.
d) Þeir sem vilja geta hjólað með okkur og hjólað aftur heim eða látið sækja sig á Nesjavelli. Þeir þurfa ekki að greiða neitt gjald.
Bókun í ferðina
Sendið línu á
Hvað þarf að taka með?
Nesti fyrir 2 daga. Það er eitt
nestisstopp á leiðinni hvorn daginn, og gott er að hafa aukabita
meðferðis ef ferðatími lengist.
Vatn, ca 2 lítra á mann. Það eru engir lækir á leiðinni.
Tannbursta.
Sundföt.
Föt til skiptanna.
Pumpu og auka-slöngu (eða bætur og lím)
Og góða skapið að sjálfsögðu
Kveðja
Ferðanefndin