- Details
- Fjölnir Björgvinsson
Á opnu húsi fimmtudaginn 26. ágúst kl 20:00 til 22:00 verður Baldvin Hansson með kynningu á því sem hann og félagar eru að gera með kortavefnum www.openstreetmap.org og hjólavefsjá.is. Í kjölfarið verðrur hann með námskeið (sýnikennslu) um vefinn og hvernig hann gangast manni með GPS tæki.
Húsið er opið öllum áhugasömum meðan húsrúm leyfir.
Viðgerðaaðstaðan opin á neðri hæðinni og léttar veitingar.
Húsnefnd.
- Details
- Páll Guðjónsson
Það verður mikið í gangi á Menningarnótt frá morgni til kvölds. Félagar í Fjallahjólaklúbbnum aðstoða við maraþonið um morguninn, Höfuðborgarstofa hvetur til hjólreiða úr bás við Geirsgötu t.d. með kynningum á stígum borgarinnar. Dr. B.Æ.K. verður í Borgartúni, ástandsskoðar hjól, aðstoðar og gefur góð ráð. Síðan verður fjörug hjólalest á ferðinni um miðjan dag og hvetjum við alla til að vera með í þeirri skemmtilegu uppákomu.
- Details
- Páll Guðjónsson
Í dag verða opnaðar sérmerktar hjólaleiðir eftir Hverfisgötu. Sunnanmegin er búið að merkja fagurgræna hjólarein þar sem áður voru bílastæði. Einnig hafa verið útbúnir rampar þar sem leiðin liggur sumsstaðar yfir útskot í gangstéttinni. Hjólareinin er ekki óslitin alla leið enda er hér eingöngu um tilraunaverkefni að ræða. Norðanmegin hafa verið málaðir hjólavísar til að minna ökumenn á að þeir deila götunni með hjólandi umferð og að bæði ökutækin eiga jafnan rétt á götunum.
- Details
Á Menningarnótt, 21.ágúst 2010 verður hjólað í fjörugri hjólalest frá Klambratúni niður að miðborginni. Þetta er innblásið af World Naked Bike Ride hreyfingunni, og er lífleg og jákvæð leið til að draga athuyglui að jákvæðum þáttum hjólreiða, og að það þurfi að gera betur þannig að fleiri þora að hjóla, og fá þannig einstakt tækifæri til að efla heilsu og stórminnka umhverfisáhrif af sínum samgöngum.
(English below) Sem sagt ... Kl. 15:00 á Menningarnótt í Reykjavík munu glaðir hjólakappar hittast á miðju Klambrattúnni/Miklatúni og rúlla þaðan saman á reiðhjólum sínum um bæinn.
Allir eru velkomnir, látið orðið berast til vina og vandamanna!
- Details
- Fjölnir Björgvinsson
Starfsmenn Reykjavíkurborgar vinna nú að uppsetningu tímabundins hjólreiðastígs á Hverfisgötu sem tekinn verður í notkun föstudaginn 20. ágúst. Á opnu húsi á fimmtudaginn 19. ágúst kemur Hans Heiðar Tryggvason arkítekt og kynnir hugmyndina að baki og framkvæmdina sjálfa. Húsið opnar kl 20 en Hans hefur kynninguna sína kl 21. og situr fyrir svörum á eftir.
- Details
- Páll Guðjónsson
Hjólað til styrktar krabbameinsrannsókna
Alissa R. Vilmundardóttir lagði nýlega af stað í hjólaferð í kringum landið til að kynna og styrkja Rannsóknastofu í krabbameinsfræðum undir kjörorðinu Okkar leið – allra málefni. Ferðin hefur verið í undirbúningi síðustu 6 mánuði og upphaflega voru þær tvær, en ferðafélagi Alissu hætti við ferðina og því fer hún ein um landið. Verndari söfnunarinnar er Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti Íslands.
- Details
- Fjölnir Björgvinsson
Á opnu húsi annað kvöld verður kompukvöld - einnig þekkt undir orðinu skiptimarkaður. Vanti þig eitthvað eða hafir þú eitthvað til kaups, sölu eða skipta endilega komdu og gerðu góð kaup (Eða sölu). Allt hjóladót velkomið; heil hjól, partar fatnaður eða hvað eina.
Húsið opnar kl 20 og verður opið til kl 22. Einhverjar veitingar í boði.
Húsnefnd.
- Details
Það voru hjól upp um allar hlíðar við opnun Hjólagarðsins, Bike Park, í Skálafelli 8. Ágúst 2010. Strákar á öllum aldri; pabbar, afar, skólastrákar og venjulegir íslenskir töffarar – áttu velheppnaðan dag í fjallinu enda rjómablíða og yfir 20 stiga hiti. Íslenski fjallahjólaklúbburinn bauð gestum upp á pulsu og kók, Dj. Simmi breytti íslenskum náttúruhljóðum yfir í nýjar víddir, hjólabúðir sýndu vörur sínar og keppt var á BMX í drulluhoppi.
Fleiri greinar...
Síða 37 af 63