- Details
- Fjölnir Björgvinsson
Hjólað með Útivist í Bása 4 - 5. sept. 2x 25km. Gist í skálanum í Básum eða í tjöldum. Trússað á einkabílum. Meðal erfið/létt ferð.
- Details
- Páll Guðjónsson
Það var hringt úr Listaháskólanum í klúbbsímann. Þar eru nemar að velta fyrir sér hönnun á hlutum sem hjólafólki finnst vanta og gæti komið að góðun notum. Það má vera öryggistæki eða hvað eina sem okkur dettur í hug og dregur ekki úr hagkvæmni hjólsins.
Þeim var bent á að mæta í klúbbhúsið 9. sept fyrir hugarflugsfund. Við óskum því sérstaklega eftir að fá hugmyndaríkt fólk á staðinn.
- Details
- Fjölnir Björgvinsson
Öll þriðjudagskvöld síðan í maí í sumar hafa verið farnar svokallaðar þriðjudagskvöldferðir frá Fjölskyldu og húsdýragarðinum kl 19:30. Búið er að þræða helstu stígana á stór höfuðborgarsvæðinu og nú er komið að þeirri síðustu. Við leggjum af stað eins og vanalega frá Fjölskyldu og húsdýragarðinum kl 19:30 og veljum okkur einhverja skemmtilega leið niður í Skeifu þar sem Fjallahjólabúðin GÁP býður okkur velkomin með grilluðum pylsum og sértilboðum á ljósum. Kvöldferðunum verður slitið formlega og þátttökubikarinn afhentur. Verslunin verður opin til kl 21 í tilefni dagsinns.
Ferðanefndin.
- Details
- Fjölnir Björgvinsson
Á opnu húsi fimmtudaginn 26. ágúst kl 20:00 til 22:00 verður Baldvin Hansson með kynningu á því sem hann og félagar eru að gera með kortavefnum www.openstreetmap.org og hjólavefsjá.is. Í kjölfarið verðrur hann með námskeið (sýnikennslu) um vefinn og hvernig hann gangast manni með GPS tæki.
Húsið er opið öllum áhugasömum meðan húsrúm leyfir.
Viðgerðaaðstaðan opin á neðri hæðinni og léttar veitingar.
Húsnefnd.
- Details
- Páll Guðjónsson
Það verður mikið í gangi á Menningarnótt frá morgni til kvölds. Félagar í Fjallahjólaklúbbnum aðstoða við maraþonið um morguninn, Höfuðborgarstofa hvetur til hjólreiða úr bás við Geirsgötu t.d. með kynningum á stígum borgarinnar. Dr. B.Æ.K. verður í Borgartúni, ástandsskoðar hjól, aðstoðar og gefur góð ráð. Síðan verður fjörug hjólalest á ferðinni um miðjan dag og hvetjum við alla til að vera með í þeirri skemmtilegu uppákomu.
- Details
- Páll Guðjónsson
Í dag verða opnaðar sérmerktar hjólaleiðir eftir Hverfisgötu. Sunnanmegin er búið að merkja fagurgræna hjólarein þar sem áður voru bílastæði. Einnig hafa verið útbúnir rampar þar sem leiðin liggur sumsstaðar yfir útskot í gangstéttinni. Hjólareinin er ekki óslitin alla leið enda er hér eingöngu um tilraunaverkefni að ræða. Norðanmegin hafa verið málaðir hjólavísar til að minna ökumenn á að þeir deila götunni með hjólandi umferð og að bæði ökutækin eiga jafnan rétt á götunum.
- Details
Á Menningarnótt, 21.ágúst 2010 verður hjólað í fjörugri hjólalest frá Klambratúni niður að miðborginni. Þetta er innblásið af World Naked Bike Ride hreyfingunni, og er lífleg og jákvæð leið til að draga athuyglui að jákvæðum þáttum hjólreiða, og að það þurfi að gera betur þannig að fleiri þora að hjóla, og fá þannig einstakt tækifæri til að efla heilsu og stórminnka umhverfisáhrif af sínum samgöngum.
(English below) Sem sagt ... Kl. 15:00 á Menningarnótt í Reykjavík munu glaðir hjólakappar hittast á miðju Klambrattúnni/Miklatúni og rúlla þaðan saman á reiðhjólum sínum um bæinn.
Allir eru velkomnir, látið orðið berast til vina og vandamanna!
- Details
- Fjölnir Björgvinsson
Starfsmenn Reykjavíkurborgar vinna nú að uppsetningu tímabundins hjólreiðastígs á Hverfisgötu sem tekinn verður í notkun föstudaginn 20. ágúst. Á opnu húsi á fimmtudaginn 19. ágúst kemur Hans Heiðar Tryggvason arkítekt og kynnir hugmyndina að baki og framkvæmdina sjálfa. Húsið opnar kl 20 en Hans hefur kynninguna sína kl 21. og situr fyrir svörum á eftir.
Fleiri greinar...
Síða 37 af 64