- Details
- Húsnefnd
Íslenski Fjallahjólaklúbburinn verður með opið klúbbhúsið sitt fyrir alla á meðan að Hjólað verður í vinnuna. Allir eru velkomnir að hjóla við á Brekkustíginn og skoða aðstöðuna, njóta leiðsagnar félaga ÍFHK um hjólið og fá sér kaffisopa. Aðstaðan að Brekkustíg 2 verður opin alla virka daga frá kl. 17 - 20. Á fimmtudagskvöldum verður opið fram eftir kvöldi.
- Details
- Húsnefnd
Ef það skyldi hafa farið framhjá nokkrum manni þá stendur yfir átakið Hjólað í vinnuna. Fimmtudaginn 6.maí kemur Kristín frá ÍSÍ og svarar spurningum ásamt því að fara yfir smá tölfræði um þróun keppninnar í gegnum árin. Að sjálfsögðu verður viðgerðaaðstaðan opin og heitt á könnunni.
Húsið er opið milli kl 17:00 og 22:00 og verður Jóna á staðnum um kl 20 til 22.
Húsnefnd.
- Details
- Húsnefnd
David Robertson kemur í klúbbhúsið og heldur fyrirlestur um hjólamenningu Lundúna, starfssemi Kriacycles og hvernig maður getur gert upp eldri hjól með glæsibrag og litlum tilkostnaði.
Þess má geta að Kriacycles hafa nýverið fengið umboð fyrir Specialized hjól og eru menn stórhuga með framtíðina.
Húsið opnar kl 20:00 með léttum veitingum. kl 20:20 hefst svo sjálfur fyrirlesturinn. Frítt inn og allir velkomnir á meðan húsrúm leifir.
Húsnefnd
- Details
- Björgvin Hilmarsson
Banff fjallamyndahátíðin verður haldin mánudaginn 26. og þriðjudaginn 27. apríl. Þetta eru sem sagt tvö kvöld og sýndar verða mismunandi myndir hvorn dag. Dagskrána má finna hér neðar í fréttinni.
Sýningarnar verða í sal Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6 og hefjast þær stundvíslega klukkan 20:00. Miðaverð á hvort kvöld er 1.000,- kr. fyrir félaga í Ísalp (framvísið félagsskírteini) en 1.200,- kr. fyrir utanfélagsmenn. Ef keyptir eru miðar á bæði kvöldin í einu eru þeir á 1.600,- kr. fyrir félagsmenn og 2.000,- kr. fyrir aðra.
Við vonumst til að sjá sem flesta og eins og alltaf stólum við á að félagar láti orðið berast og auglýsi hátíðina sem víðast. Dagskráin er fjölbreytt og því eitthvað að finna fyrir allt áhugafólk um útivist og jaðarsport.
Með vorkveðju, Stjórn ÍSALP
- Details
Vor 2010, skólar á höfuðborgarsvæðinu, hraustir krakkar, fallegt land og skemmtilegar ferðaleiðir. Vegna alls þessa ákváðu Hjólafærni á Íslandi og SEEDS að bjóða öllum unglingadeildum á höfuðborgarsvæðinu að hjóla með í vorferð í Bláfjöll árið 2010.
- Details
- Árni Davíðsson
Ársþing LHM var haldið fimmtudaginn 25. febrúar í húsnæði Fjallahjólaklúbbsins að Brekkustíg 2. Dagskrá var hefðbundin samkvæmt lögum félagsins. Fundargerð verður sett á vef LHM.
Meðal annars kynnti Morten Lange formaður ársskýrslu stjórnar og lagðir voru fram endurskoðaðir reikningar fyrir LHM og verkefnið Hjólafærni.
Gerðar voru nokkrar lagabreytingar. Breytingarnar eru kynntar á vef LHM ásamt nýjum lögum.
- Details
- Fjölnir Björgvinsson
Sumardagurinn fyrsti er á næsta fimmtudag 22. apríl, Hjólreiðafélag Reykjavíkur ætlar að hafa veglega æfingu af því tilefni og leggja saman sam-hjól og vera með Samhjól á sumardaginn fyrsta, hjóla í Nesbúð á Nesjavöllum. Komdu með !
sjá nánar ->
- Details
- Fjölnir Björgvinsson
Fleiri greinar...
Síða 40 af 63