- Details
- Húsnefnd
Að venju verður opið hús á Brekkustígnum fimmtudaginn 19. nóvember með kaffi og kruðiríi. Að auki munu nokkrir félagar koma og sýna heimasmíðuð ljós og hvernig maður getur bjargað sér góðri byrtu á ódýran hátt. Bæði LED og halogen pælingar fullkláraður búnaður og eins það sem er í smíðum.
- Details
- Páll Guðjónsson
Við vekjum athygli á þessum morgunfundi og hvetjum alla til að mæta og taka þátt í umræðunum:
Morgunfundur í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu, 19. nóvember kl. 08.30-10.00
-
Nýtt aðalskipulag. Ávarp. Júlíus Vífill Ingvarsson, formaður skipulagsráðs
-
Borgarskipulag og samgöngur. Haraldur Sigurðsson, verkefnisstjóri
-
Betri samgöngur. Ólafur Bjarnason, samgöngustjóri
-
Umferðaröryggi. Stefán Finnsson, verkfræðingur
-
Hjólreiðaáætlun Reykjavíkur. Pálmi Freyr Randversson, verkfræðingur
-
“Eftir hverju er verið að bíða”. Sigrún Helga Lund, tölfræðingur, í stjórn Samtaka um bíllausan lífsstíl
-
Umræður
Fundarstjóri. Ólöf Örvarsdóttir, skipulagsstjóri
www.adalskipulag.is
- Details
Örninn býður á konukvöld og næsta dag á eftir - á karlakvöld. Tilkynnið þátttöku f. 21. nóv.
Verslunin Örninn býður fyrst öllum áhugakonum um hjólreiðar á kynningu í búðinni miðvikudaginn 25. nóvember kl. 20.
Svo býður Örninn öllum áhugakörlum um hjólreiðar á kynningu í búðinni fimmtudaginn 26. nóvember kl. 20.
2010 línan verður kynnt ásamt vetrarfatnaði, dekkjum, hnökkum og fl. Fyrir byrjendur og lengra komna.
Vinsamlegast tilkynnið skráningu til
- Details
Kæru félagsmenn og áhugamenn um það sem við gætum gert á hjólum sumarið 2010. Dagskráin á Brekkustígsbaðstofuloftinu fimmtudaginn 12. nóv. er tileinkuð tillögum og undirbúningi að öllu mögulegu sem við getum bryddað upp á og staðið fyrir á sumri komanda. Við byrjum kl. 20 og skoðum helstu dagsetningar á þekktum viðburðum eins og Hjólað í vinnuna, Bláa lónsþrautinni, Samgönguviku og fl. Er eitthvað sem við getum bætt við? Hjólalest í Reykjavík? Hjólalest á landsvísu? Verður Hjólað berbakt á menningarnótt? Allir sem vilja segja frá viðburðum sem þeir vita af, mega deila með okkur. Allir sem hafa áhuga á að fá fleiri með sér í að koma hugmyndum í framkvæmd, eru hvattir til að mæta. Klúbburinn er einmitt fólkið sem byggir hann. Komum, spáum og hjólum til framtíðar. Þeir sem vita nú þegar að þeir vilja fá framsögu með sín mál, sendið endilega um það póst á
Bkv.
Sesselja Traustadóttir
- Details
- Ferðanefnd
Nú er ferðanefndin tekin til starfa. Vinna við undirbúning ferða næsta árs er hafin. Það væri gott að heyra frá félagsmönnum hvernig ferðir og hvert nefndin ætti að hafa að leiðarljósi við undirbúninginn. Svarið endilega skoðanakönnuninni á forsíðunni.
Nefndin hefur verið að ræða nokkrar útfærslur, sem eru:
- Details
- Páll Guðjónsson
Það er afar mikilvægt að vera alltaf sýnilegur í umferðinni. Bæði þarf hjólreiðafólk að staðsetja sig á götunni eftir aðstæðum og nú þegar dagarnir styttast þarf sérstaklega að gæta að ljósabúnaðinum á hjólunum. Það þarf alvöru ljós, ljós sem gera hjólið sýnilegt og áberandi í umferðinni og duga þá ekki dauf skrautljós. Meðfylgjandi er ályktun Umferðarráðs:
- Details
- Fjölnir Björgvinsson
Karlakvöld verður á opnu húsi 29.oktober kl 20:00 til eitthvað passlegt. Myndasýning og ægilegar ferðasögur verða á boðstólnum og
- Details
- Fjölnir Björgvinsson
Fundarboð aðalfundar Íslenska Fjallahjólaklúbbsins starfsárið 2008-2009.
Fundurinn verður haldinn í klúbbhúsinu að Brekkustíg 2 fimmtudaginn 15 október 2009 kl 20:00.
Fleiri greinar...
Síða 43 af 63