- Details
- Páll Guðjónsson
Í langri samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs leynast þessar línur sem kannski gefa okkur von um greiðari framtíðarleiðir.
Unnin verði áætlun um sjálfbærar samgöngur í samvinnu við sveitarfélögin, með það að markmiði að draga úr þörf fyrir einkabílinn. Í slíkri stefnu verði almenningssamgöngur um allt land stórefldar og fólki auðveldað að komast leiðar sinnar gangandi eða á reiðhjóli. Almenningssamgöngur verði sjálfsagður hluti samgönguáætlunar.
- Details
Nú hefur verið dregið úr innsendum þátttökuseðlum í ratleik Íslenska fjallahjólaklúbbsins á Ferðafagnaði 18. apríl sl. Ríflega 70 þátttökuseðlar skiluðu sér í hús og þó nokkuð um að þátttakendur væru að hjóla endastöðva á milli, sem teygði sig yfir 50 km á milli Ástorgs í Hafnarfirði og Korpúlfsstaðagolfvallar í Reykjavík. Svo þeir hafa líklega fengið sér 70 - 80 km hjólatúr yfir daginn með því að koma sér til og frá heimilum sínum.
- Details
Það er ánægjulegt að upplifa gróskuna í starfi klúbbsins og oft í viku er eitthvað að gerast á vegum hans.
Þriðjudagsferðirnar hófust í bongóblíðu og með góðri mætingu við Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í Reykjavík í gærkvöldi. Það voru hátt í 30 manns sem hámuðu í sig nýbakaðar vöfflur í klúbbhúsinu eftir að hafa hjólað Fossvoginn vestur í bæ.
Næsta þriðjudag verður lagt upp frá sama stað á sama tíma; kl. 19 og farinn Breiðholtshringur og síðan halda ferðirnar áfram vikulega fram á haust.
- Details
Á fimmtudaginn - 7. maí, kl. 20 - verður kynning að ferðinni í Nesjavelli. Allir sem áhuga hafa á að taka þátt í Nesjavallaferðinni eru hvattir til að líta við í klúbbhúsinu á fimmtudagskvöldið; sýna sig og sjá aðra og spyrja um allt það sem praktískt er og gott að vita fyrir svona gistileiðangur á hjóli. Magnús Bergsson mun kynna ferðina og svara spurningum fólks. Auk þess er lag að kíkja aðeins á gírana, smyrja keðjuna og blása loft í dekkin á verkstæðinu eftir kynningu.
- Details
Sunnudagurinn 10. maí verður sögulegur hjólasunnudagur í sögu ÍFHK.
Fyrsta sérlega barna- og fjölskylduhjólaferðin verður farin úr Laugardalnum; nánar tiltekið kl. 11 frá Fjölskyldu- og húsdýragarðinum.
Þessi ferð er hugsuð fyrir alla á eigin hjóli frá 7 ára aldri með fjölskyldum sínum. Við biðjum alla að koma með gott nesti með sér og ef vel gengur, þá borðum við nestið í Geldinganesi. Þangað stefnum við og ætlum að skoða saman eyjuna áður en við hjólum aftur í Laugardalinn.
Þeir sem vilja geta skellt sér í sund við heimkomuna en við áætlum að vera 3 - 4 klukkutíma í ferðinni og fara rólega yfir.
Önnur ferð á vegum klúbbsins verður farin fyrr um daginn; þá hittast öllu vanari kappar við Víkingsheimilið kl. 9.30 og hjóla um borg og bý. Þessi hópur mun væntanlega hjóla til móts við fjölskylduhjólahópinn og þá verður þetta væntanlega býsna glæsileg fylking!
- Details
Fimmtudaginn 14. maí langar stjórn ÍFHK að bjóða í klúbbhúsið til fundar öllum þeim félagsmönnum sem langar að koma að skipulagi við afmælisdagskrá félagsins í júlí nk. Þann 5. júli verður klúbburinn 20 ára og viljum við gera eitthvað sérstakt í tilefni þessa. Fundurinn hefst kl. 20 og að sjálfsögðu boðið upp á kaffi og með því :-)
Svo hlökkum við bara til þess að sjá hvert annað á hjólinu á leið til og frá vinnu næstu vikurnar. Hvetjum vinnufélagana með okkur í þátttöku í Hjólað í vinnuna og munið að hver sá sem sleppir bílnum einn dag á þessum tíma; gerir útiloftið hreinna handa okkur öllum :-)
Brosum og njótum þess að hjóla!
- Details
Vikulegar þriðjudagshjólaferðir klúbbsins hefjast nk. þriðjudag. Það verður lagt af stað kl. 19.00 frá aðalinngangi Fjölskyldu - og húsdýragarðsins. Við reynum með þessu móti að nota dagsljósið betur - færum okkur fram frá því sem verið hefur - og viljum byrja ferðirnar frá einum af fallegustu stöðum borgarinnar. Ferðanefndin vonar að trúir og dyggir þriðjudagshjólarar séu sáttir við þessar breytingar og ekki síður óskum við þess að fleiri sjái sér fært að koma með út að hjóla. Fyrsta ferðin verður á léttum nótum; við komum saman, skráum í þriðjudagshjólabikarbókina hverjir eru mættir og rúllum svo vestur í bæ um Fossvoginn og fáum okkur kaffi og vöfflur í klúbbhúsinu:-)
- Details
Það var notaleg stemming í blíðunni í Vesturbænum þegar klúbburinn bauð upp á vorhátíð sína þetta árið. Garðar mætti með grillið og fólkið streymdi að. Börnin sem léku sér í kringum húsið tóku vel við sér. Komu í heimsókn létu sér vel líka við hjólafélagið í götunni sem bauð upp á pylsur og kók. Félagar ÍFHK komu á hjólum sínum og nutu samverunnar. Nýstárleg íslensk smíð á bögglaberum var til sýnis á verkstæðinu og fáum við væntanlega fljótlega nánari kynningu á þeirri völundarsmíð. Kvöldið var fagurt og sjálfsagt komið vor í Vaglaskóg:-) Smellið á myndina til að sjá fleiri myndir.
Fleiri greinar...
Síða 47 af 63