- Details
- Páll Guðjónsson
Í byrjun apríl munu Samtök um bíllausan lífstíl senda bréf til allra stærstu fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu og skora á þau að taka upp samgöngustyrki fyrir þá starfsmenn sem kjósa að nota ekki einkabíla til ferða til og frá vinnu. Slíkur styrkur er ætlaður til þess að verðlauna þá starfsmenn sem ekki kæmu til vinnu á einkabíl og spara fyrirtækinu um leið talsverðan kostnað vegna bílastæða.
Fyrsta bréfið verður afhent samgönguráðherra fyrir utan samgönguráðuneytið að Tryggvagötu fimmtudaginn 2. apríl kl. 12.00. Við hvetjum ykkur til að mæta á staðinn og sýna málefninu samstöðu. Afrit af bréfinu má finna hér.
Lesið fréttatilkynninguna alla á vef þeirra billaus.is.
- Details
- Fjölnir Björgvinsson
Kæri félagi ÍFHK.
Nýtt fréttabréf Fjallahjólaklúbbsins var að koma úr prentun stútfullt af skemmtilegu efni og ferðasögum. Fréttabréfið hefur verið sent í pósti ásamt skírteini fyrir árið 2009 til félagsmanna sem þegar hafa greitt félagsgjaldið. Tekin var ákvörðun um að hækka ekki félagsgjaldið þrátt fyrir almennar hækkanir að undanförnu. Gjaldið er 2000 krónur fyrir einstakling eða 3000 krónur fyrir fjölskyldu. Því hefur aldrei verið hagkvæmara að gerast klúbbmeðlimur en einmitt nú. Að auki eru fleiri fyrirtæki en áður sem veita afslætti en eftir næstu mánaðamót þarf að vísa fram skírteini 2009. Viðburðum í klúbbhúsinu hefur fjölgað og þeir fjölbreyttari og fleiri ferðir eru fyrirhugaðar í sumar en oft áður. Í ár er 20. starfsár klúbbsins og því verða ýmis konar óvæntar uppákomur árinu sem verða auglýstar síðar.
Sértu meðlimur þá finnur þú greiðsluseðil í heimabankanum. Með því að greiða hann er fyrrgreindur ávinningur þinn og félagsgjaldið fljótt að borga sig. Þú styrkir gott félagsstarf og málefni hjólreiðamanna. Landssamtök hjólreiðamanna (LHM) fá prósentu af félagsgjöldum en samtökin berjast fyrir bættri aðstöðu hjólreiðafólks og lagningu hjólreiðastíga á höfuðborgarsvæðinu. Árangur af starfi þeirra má glöggt sjá víða í borginni og það er ekki síst þeim að þakka að hjólreiðar eru nú raunverulegur kostur til samgangna. En betur má ef duga skal og margt sem má bæta. Við óskum því eftir stuðningi þínum og framlagi í þróun og velferð hjólreiða á Íslandi.
Kveðja stjórn ÍFHK,
Fjölnir Björgvinsson.
- Details
- Stjórn Íslenska fjallahjólaklúbbsins
Þess má geta að allir viðburðir í mars eru ókeypis og öllum opnir.
Hjá mörgum liggur hjólið í dvala í skammdeginu en nú er vorið á næsta leiti og sólin hækkar á lofti. Því er tímabært að dusta rykið af hjólinu og kanna loftþrýstinginn í dekkjunum. Má sjá glögg merki á götum og stígum að æ fleiri hjóla allt árið um kring og láta ekki snjó eða kulda slá sig út af laginu enda eru hjólreiðar mögulegar allt árið með réttum búnaði og jákvæðum huga.
- Details
- Fjölnir Björgvinsson
5. mars: Kaffihúsakvöld og myndasýning undir yfirskriftinni "Hjólað á fjöllum".
8. mars: Sunnudagshjóltúrinn verður með óhefðbundnu sniði! Lagt verður af stað frá Víkingsheimilinu kl 9:00. Hjólum upp í Mosfellsbæ þar sem við förum í sund. Hjólað aftur til baka að því loknu.
- Details
- Fjölnir Björgvinsson
Fimmtudaginn 26. febrúar kl. 20:00 verður sýnd myndin: The science of mountain biking og annað áhugavert myndefni.
Húsnefnd.
- Details
- Darren Mikaelsson
Þessi ferð um Fjallabak er 9 daga og það verður trússbíll í för með okkur. Það gerir ferðina mun aðgengilegri fyrir marga sem efast um eigin getu og hugsanlega reynsluleysi. Við förum af stað úr bænum 4. júlí og komum heim 12. júlí. Sumar dagleiðir munu reyna á, sérstaklega ef við erum óheppin með veður, þannig að þessi ferð er ekki hugsuð fyrir krakka. Það eru aðrar ferðir í boði hjá klúbbnum sem henta krökkum mjög vel.
- Details
Forvitnir ferðalangar
Það var góð mæting á baðstofuloftið í klúbbhúsinu á ferðakynninguna
á innanlandshjólaferðum sumarsins. Það liggur í loftinu að fólk stefnir
á hjólaferðir innanlands þetta árið og það ánægjulega er að framboðið
er nokkuð gott.
Fleiri greinar...
Síða 49 af 63