- Details
- Páll Guðjónsson
Nú er mikilvægt að sem flest hjólreiðafólk sjái sér fært að mæta í klúbbúsið að Brekkustíg 2 n.k. fimmtudag kl. 20:00.
Kynntar verða hugmyndir um fyrirhugaða hjólreiðabraut milli Reykjavikur og Hveragerðis í máli og myndum. Að ýmsu ber að hyggja og er mikilvægt að stjórn Landssamtaka hjólreiðamanna fái skýr skilaboð um hvað sé vilji hjólreiðafólks í þessum efnum. Verður farið yfir alla framkvæmdinar allt frá grófleika slitlags yfir í leiðarval.
Allir eru velkomnir. Hafið með ykkur gesti. Heitt verður á könnuni.
Kær kveðja,
Stjórn Landssamtaka hjólreiðamanna
- Details
- Páll Guðjónsson
Íslendingarnir Darri Mikaelsson og Freyr Franksson hafa undanfarið tekið þátt í TransAlp fjallahjólakeppninni í liðinu Brekkubanarnir. Hjólað var frá Þýskalandi til Ítalíu í 8 áföngum. Lesið meira um TransAlp keppnina og skoðið úrslit Darra og Freys hér.
- Details
- Albert Jakobsson
Hjólreiðafélag Reykjavíkur heldur Meistaramót Íslands í fjallahjólreiðum sunnudaginn 10. ágúst 2008.
Keppnin verður haldin við Rauðavatn. Rásmark er á hefðbundnum stað austan megin við Rauðavatn (sjá kort) og við skógarlundinn (sjá kort af skóarlundi). Keppnin hefst kl. 10:00. Brautin sem keppendur hjóla er blanda af malarstígum, grasi og skógarlundsstígum. Brautin er 5.4 km og með heildarhækkun upp á 70 metra (sjá mynd).
- Details
- Fjölnir Björgvinsson
Stilling bíður nú félagsmönnum 12% afslátt af verkfærum, smurefnum og reiðhjólafestingum ásamt ýmsu öðru sem fæst í verslunum þeirra viðsvegar um landið.
Skoðið afslættina sem félagsmönnum bjóðast hér.
- Details
- Ferðanefnd ÍFHK.
Nú er lag. Íslenski fjallahjólaklúbburinn leggur í slíka ferð um Vesturland helgina 27. - 29. júní. Við hittumst við N1 á Ártúnshöfða kl. 19. Við brunum við vestur í land, nánar tiltekið að Hálsabóli í Grundarfirði, þar sem við verðum með tjaldbúðir í kringum eitt orlofshús. Í orlofshúsinu er aðgangur að snyrtingu, heitum potti og eldunaraðstöðu. Að öðrum kosti sér hver um að skaffa sínar nauðsynjar; í mat, drykk, svefnaðstöðu og öðru því sem hver þarf fyrir sig í svona ferð.
- Details
- Páll Guðjónsson
er yfirskriftin á bloggi þar sem Vilberg Helgason birtir skoðanir sínar á aðstæðum hjólreiðamanna á Íslandi, fréttir af hjólreiðaviðburðum og setur inn fræðsluefni fyrir byrjendur og lengra komna í hjólreiðum.
Skoðið blogglistann okkar eða bloggið hans.
- Details
- Fjölnir Björgvinsson
Kvöldferðin í gær var farin um Kópavoginn. Farin var klassískur hringur frá Mjódd um Kópavogsdalinn, undir Kringlumýrarbrautina. Út fyrir Kársnesið, Fossvoginn og svo að lokum yfir brúna upp í Mjódd aftur. Ca 15km á rétt tæpum tveim tímum með góðum og mörgum stoppum enda voru nokkrir snáðar með í för. Þrátt fyrir skýjafar og smá rigningu voru sléttir 30 manns og sérlega góður andi í hópnum sem var mjög breiður svona styrktarlega séð og þurfti að þétta hópinn nokkrum sinnum. Sem betur fer voru það ekki alltaf þeir sömu sem drógust afturúr og "hrærðist því vel í hópnum". Allir mjög kátir með ferðina.
Ég veit ekki betur, en ég held að þetta sé met mæting í kvöldferð á rigningardegi.
Fleiri greinar...
Síða 53 af 63