- Details
Eftir sólríkt og skemmtilegt hjólasumar er komið að lokaferð þriðjudagsferða Íslenska fjallahjólaklúbbsins. Frá því um miðjan maí hafa vaskir reiðhjólaunnendur safnast saman við Mjóddina kl. 20 á þriðjudagskvöldum og hjólað saman um borgina. Ferðirnar hafa teygt sig víða; fuglaskoðun í Grafarvoginum, Gróttuviti heimsóttur, kaffihúsaferð á Hressó, hjólað í kringum Rauðavatn, Heiðmerkurhringur, Elliðavatn, í Hafnafjörð og víðar.
Frá fyrstu ferð vorsins var ljóst að hjólamönnum fjölgar ört í borginni. Hópurinn hefur að meðaltali verið 40 - 60% stærri í ferðum sumarsins en á undanförnum árum. Samhliða ferðunum hafa þátttakendur safnað ferðum og í lokaferðinni verður einmitt afhentur mætingarbikar sumarsins. Annars vegar farandbikar og hins vegar annar minni til eignar. Þess má geta að ein manneskja hefur eignast farandbikarinn fyrir að vera með bestu mætinguna í þriðjudagskvöldferðirnar í 3 ár; það var hin knáa Sóley Bjarnadóttir sem það gerði fyrir tveimur árum, þá 12 ára gömul.
Ferðin á þriðjudaginn hefst við Mjóddina, þar sem strætó stoppar, kl. 20 og hjólað verður þaðan sem leið liggur í GÁP í Mörkinni. Þar verður loka hátíð þriðjudagsferðanna, verðlaunaafhending og léttar veitingar.
Í tilefni dagsins bíður GÁP 30% afslátt af hraðamælum og Sigma ljósum.
Ferðin er opin öllum hjólamönnum og ætti að vera lokið fyrir kl. 22.
Allar nánari upplýsingar veita Bjarni Helgason í s. 8494245 og Sesselja Traustadóttir í s. 864 2776
- Details
- Haukur Eggertsson
Íslandsmeistaramótið í götuhjólreiðum verður haldið laugardaginn 30. ágúst kl. 11. Lagt verður af stað frá Leirunesti, innst við pollinn, og hjólað austur og svo norður með Svalbarðsströndinni, yfir Víkurskarð, inn Ljósavatnsskarð og snúið við Fosshól (Goðafoss) og farin sama leið til baka.
- Details
- Páll Guðjónsson
20. ágúst voru stofnuð Samtök um bíllausan lífsstíl af hópi fólks sem hefur að sameiginlegu áhugamáli að vinna að því að gera bíllausan lífsstíl á höfuðborgarsvæðinu að vænlegri kosti en nú er
Tilgangurinn er margþættur, allt frá því að hafa jákvæð áhrif á nærumhverfið og draga úr útblástursmengun og yfir það að skapa líflegra og mannvænna borgarumhverfi.
Í hópnum er fólk sem bæði lifir bíllausum lífsstíl og þeir sem gjarnan vildu gera það, ef aðstæður til þess væru betri.
Hópurinn er þverpólitískur, og leggur því meiri áherslu á að berjast fyrir réttindum þeirra er kjósa sér bíllausan lífsstíl fremur en sértækum og hugsanlega umdeilanlegum lausnum.
Kíkið á síðu þeirra billaus.is
- Details
- Páll Guðjónsson
Nú er mikilvægt að sem flest hjólreiðafólk sjái sér fært að mæta í klúbbúsið að Brekkustíg 2 n.k. fimmtudag kl. 20:00.
Kynntar verða hugmyndir um fyrirhugaða hjólreiðabraut milli Reykjavikur og Hveragerðis í máli og myndum. Að ýmsu ber að hyggja og er mikilvægt að stjórn Landssamtaka hjólreiðamanna fái skýr skilaboð um hvað sé vilji hjólreiðafólks í þessum efnum. Verður farið yfir alla framkvæmdinar allt frá grófleika slitlags yfir í leiðarval.
Allir eru velkomnir. Hafið með ykkur gesti. Heitt verður á könnuni.
Kær kveðja,
Stjórn Landssamtaka hjólreiðamanna
- Details
- Páll Guðjónsson
Íslendingarnir Darri Mikaelsson og Freyr Franksson hafa undanfarið tekið þátt í TransAlp fjallahjólakeppninni í liðinu Brekkubanarnir. Hjólað var frá Þýskalandi til Ítalíu í 8 áföngum. Lesið meira um TransAlp keppnina og skoðið úrslit Darra og Freys hér.
- Details
- Albert Jakobsson
Hjólreiðafélag Reykjavíkur heldur Meistaramót Íslands í fjallahjólreiðum sunnudaginn 10. ágúst 2008.
Keppnin verður haldin við Rauðavatn. Rásmark er á hefðbundnum stað austan megin við Rauðavatn (sjá kort) og við skógarlundinn (sjá kort af skóarlundi). Keppnin hefst kl. 10:00. Brautin sem keppendur hjóla er blanda af malarstígum, grasi og skógarlundsstígum. Brautin er 5.4 km og með heildarhækkun upp á 70 metra (sjá mynd).
- Details
- Fjölnir Björgvinsson
Stilling bíður nú félagsmönnum 12% afslátt af verkfærum, smurefnum og reiðhjólafestingum ásamt ýmsu öðru sem fæst í verslunum þeirra viðsvegar um landið.
Skoðið afslættina sem félagsmönnum bjóðast hér.
- Details
- Ferðanefnd ÍFHK.
Nú er lag. Íslenski fjallahjólaklúbburinn leggur í slíka ferð um Vesturland helgina 27. - 29. júní. Við hittumst við N1 á Ártúnshöfða kl. 19. Við brunum við vestur í land, nánar tiltekið að Hálsabóli í Grundarfirði, þar sem við verðum með tjaldbúðir í kringum eitt orlofshús. Í orlofshúsinu er aðgangur að snyrtingu, heitum potti og eldunaraðstöðu. Að öðrum kosti sér hver um að skaffa sínar nauðsynjar; í mat, drykk, svefnaðstöðu og öðru því sem hver þarf fyrir sig í svona ferð.
Fleiri greinar...
Síða 53 af 64