- Details
- Vefstjóri
Aðalfundur Landssamtaka hjólreiðamanna verður haldin að Brekkustíg 2, laugardaginn 8. mars n.k. kl 15:00. Venjuleg aðalfundarstörf og almennar umræður um stöðu mála í málefnum hjólreiðafólks.
Boðið verður upp á kaffiveitingar. Áætlað er að fundi ljúki kl. 17:00. Allir sem eru félagar í ÍFHK og HFR hafa atkvæðarétt á fundinum og eru þeir eindregið hvattir til að mæta.
Kl. 20:30 verður húsið opnað aftur með myndasýningu og léttum veitingum. Þar gefst fólki tækifæri til að halda áfram rabbi um málefni hjólreiðafólks.
Undir miðnætti verður svo farið á pöbbarölt ef áhugi er fyrir hendi. Stjórn Landssamtaka hjólreiðamanna Pósthólf 5193 125 Reykjavik
- Details
- Fjallakofinn
Okkur hérna á ferðaskrifstofunni Íslandsvinum / Iceland Explorer að Reykjavíkurvegi 64, Hafnarf. langar að senda ykkur upplýsingar um hjólaferð sem við erum með til Toscana á Ítalíu í lok maí. Sjá nánari lýsingu hér. Í burðarliðnum er svo líka ferð um Kvarnerflóann í Króatíu fyrrihluta september og nánari upplýsingar um þá ferð eru væntanlegar um miðja mars.
Einnig er hér á sama stað útivistarvörubúðin Fjallakofinn sem selur ýmislegt sem hentar reiðhjólafólkinu ekki síður en öðru útvistarfólki. Má þar nefna Merinoullarnærföt og sokka af ýmsum gerðum frá Smartwool; Scarpa skó; fatnað, bakpoka, hanska, húfur (m.a. lambhúshettur og húfur undir hjálma) o.fl. frá Marmot; og síðast, en ekki síst, Löffler sem er með afskaplega lipran og þægilegan fatnað fyrir skokkara, gönguskíðafólk og hjólafólk. Þaðan fáum við m.a. hjólabuxur fyrir bæði kynin í vor. Við bjóðum félögum í IFHK 10% staðgreiðsluafslátt (peningar eða Debetkort) og 5% afslátt með Kreditkorti.
- Details
- Fjölnir Björgvinsson
Hjólað með Dóná - Myndakvöld Íslenska fjallahjólaklúbbsins.
Skemmtilegt ævintýr 6 manna fjölskyldu verður til kynningar á myndakvöldi Íslenska fjallahjólaklúbbsins nk. fimmtudag, 6. mars. Kjartan Guðnason ætlar að kynna í máli og myndum ferðalag fjölskyldunnar frá liðnu sumri þegar hún hjólaði saman frá Passau í Þýskalandi til Vínar í Austurríki. Hjólað var í 9 daga eftir einni þekktustu og elstu hjólaleið Evrópu, Donauradweg Passau * Vín.
Myndakvöldið verður í húsnæði ÍFHK að Brekkustíg 2. Húsið opnar kl. 20 og boðið verður upp á kaffi og meðlæti. Allir velkomnir.
Nánari upplýsingar veitir Sesselja Traustadóttir s. 864 2776 og Kjartan Guðnason s. 895 9020
- Details
- Fjölnir Björgvinsson
- Details
- Páll Guðjónsson
- Details
- Páll Guðjónsson
Það var fjölmennt á Vetrarhátíð í Perlunni þar sem Fjallahjólaklúbburinn, HFR og fleiri tóku þátt. Vetrarhjólreiðabúnaður var kynntur og keppt í því að hjóla niður tröppurnar og að stökkva á hjólum meðal annars. Verslanirnar Örninn og Markið kynntu nagladekk, ljósabúnað og klæðnað til hjólreiða að vetrarlagi. Á vef HFR er að finna nánari lýsingu á keppnunum og fullt af myndum frá þeim. Smellið hér til að sjá myndir frá deginum. |
- Details
- Sesselja Traustadóttir
- Details
Það var rífandi stemmning í gærkvöldi þegar góður hópur kom saman á brekkustígnum. Við horfðum saman á myndina “The science of mountain biking”. Myndin er heimildamynd um tvo garpa sem í fara saman til Suður ameríku til að sigrast á áskorunum í fjallahjólaíþróttinni en þó með mjög ólíkum hætti. Markmið annars er að hjóla upp brekkurnar í
Þetta var alveg hreint hin ágætast skemmtun og vonadi að við getum endurtekið þetta fljótlega með fleiri myndum.
Af gefnu tilefni viljum við benda öllum sem áhuga hafa á starfi klúbbsins að öllum er frjálst að koma til okkar í klúbbhúsið á opin hús og aðra viðburði. Ekki er nauðsynlegt að vera meðlimur til að taka þátt í starfi klúbbsins.
Fleiri greinar...
Síða 56 af 63