Starf klúbbsins var í blóma á seinasta ári og má meðal margra skemmtilegra ferða nefna hina árlegu ferð á Nesjavelli sem var sérlega skemmtileg og vel heppnuð svo og ferð í Skorradal þar sem ferðalangar hrepptu alveg hreint frábært veður.
Það er skemmst frá því að segja að breytingar urðu á stjórn klúbbsins á seinasta aðalfundi, þar sem sá sem þetta ritar var kjörinn formaður í fyrsta skipti í stað Sólvers H. Sólverssonar, sem nú gegnir hlutverki meðstjórnanda. Ég vil því nota þetta tækifæri til að þakka Sólveri sérstaklega fyrir vel unnin störf sem formanns í þágu klúbbsins.
Um þessar mundir er mikið líf í klúbbnum. Mikið er af skemmtilegum ferðum og námskeiðum á dagskránni í ár og má nefna frábæra utanlandsferð þar sem ætlunin er að hjóla frá Kaupmannahöfn til Berlínar, næturhjólaævintýri um Vesturland svo og hin árlega Nesjavallaferð til að nefna aðeins brot af frábærri dagskrá.
Einnig viljum við hvetja alla til þess að skrá sig á póstlistann okkar og fylgjast vel með heimasíðunni þar sem við auglýsum allar uppákomur sem eru utan dagskrár. Sendið póst á
Að lokum vil ég óska öllum sem hyggjast ferðast á reiðhjóli næsta sumar velfarnaðar og hvet þá um leið til þess að sækja ferðaundirbúningsnámskeið klúbbsins sem verður haldið í vor.
Hjólakveðjur,