Ferðalangur á heimaslóð sumardaginn fyrsta, 24 apríl.
Hjólreiðafélag Reykjavíkur og Íslenski fjallahjólaklúbburinn sameina krafta sína og bjóða byrjendum og lengra komnum að spreyta sig í þrautabraut. Komið á ykkar eigin hjólum og fáið að prófa „alvöru“ hjól til samanburðar. Hjólalestir (hjóltúrar) í klúbbhús ÍFHK að Brekkustíg þar sem myndasýning úr starfssemi klúbbsins er kynntur og ýmis sérstök hjól til sýnis.
Vistvænn lífsstíll í Perlunni 25. - 26. aprílLandssamtök hjólreiðamanna og félagar í Íslenska fjallahjólaklúbbnum verða með kynningu í Perlunni 25. og 26. apríl. Yfirskrift sýningarinnar er Vistvænn lífsstíll og þar á reiðhjólið sannarlega heima. Það er bæði vistvænasta samgöngutækið og þeir sem nota það til samgangna í sínum lífsstíl lifa að meðaltali lengur en aðrir sem sannar hversu hollur valkostur það er.