- Details
- Páll Guðjónsson
Glöggir lesendur taka kannski eftir gjörbreyttu útliti á vefnum. Guli liturinn og þríhyrningurinn utan um merki klúbbsins var látinn flakka, enda það margir farnir að hjóla þessa dagana að það er óþarfi að líta endalaust út eins og aðvörunarskilti. Um leið var skipulaginu í valmyndum aðeins breytt en efnið er það sama gamla sígilda og sífellt meira af nýju efni líka. Nú er líka hægt að stækka og minnka leturstærð eftir því sem hverjum og einum hentar og leita í textanum. Vonum að ykkur líki þetta vel en ef vefurinn kemur ekki eðlilegur upp hjá ykkur látið okkur þá endilega vita af því og jafnframt hvaða stýrikerfi er á tölvunni ykkar og hvaða útgáfu af vafra þið notið.
- Details
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Landssamtök Hjólreiðamanna bjóða til hádegisverðarfundar í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, fimmtudaginn 22. maí kl: 12:00 - 13:00.
Veronica Pollard fyrirlesari og kennari mun kynna hjólafærni sem kennd er við LifeCycleUK, á Bretlandi og hefur verið viðurkennt af the National Cycle Training Standard. Veronica mun kynna leiðir til úrbóta fyrir hjólreiðafólk í umferðinni hér á landi.
- Details
- Magnús Bergsson
Farið verður yfir þann búnað sem þarf í hjólreiðaferðir á þjóðvegum landsins eða um hálendið. Fólk sem hyggst fara í hjólreiðaferð til útlanda verður ekki heldur skilið útundan. Allir eru velkomnir. Heitt verður á könnuni.
- Details
- Fjölnir Björgvinsson
Fuglaskoðun í Grafarvogi er yfirskriftin að þessu sinni.
Hjólaður verður Grafarvogshringur. Frá Mjódd, niður Elliðaárdalinn, út Elliðaárvoginn og hringinn kringum sjálfan Grafarvoginn (ekki íbúðahverfið) og svo aftur í Mjódd. Hægt er að slást í hópinn á leiðinni og eins fara sína leið eftir hentugleika. Farið er að mestu leiti eftir útivistarstígum.
- Details
Nú líður að hinni árlegu ferð klúbbsins á Nesjavelli. Þetta er fyrsta ferð sumarsins og er oft fyrsta hjólaferðalag þeirra sem taka þátt, því hún hentar sérstaklega vel nýliðum jafnt sem lengra komnum. Frábært tækifæri til að stíga skrefið í góðum hópi og öðlast reynslu í að ferðast á hjóli og læra um leið af öðrum.
- Details
- Páll Guðjónsson
Í byrjun árs var tekin ákvörðun hjá Framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar að fallast á óskir LHM um að hætta að skipta sameiginlegum göngu- og hjólreiðastígum með línu. Það mun þó taka nokkurn tíma að fjarlægja skilti og má af það sem málað hefur verið.
Þessi skipting hefur valdið því að fólk hefur neyðst til að stunda hægri og vinstri umferð til skiptis, hjóla yfir óbrotnar línur, sem ekki er leyfilegt, því öðruvísi er ekki hægt að mætast á ræmunni sem ætluð var hjólum. Þessir stígar eru allt of þröngir til að hægt sé að skipta þeim og því mikið öryggi af því að notast bara við hina almennu hægrireglu á stígunum sem annars staðar.
- Details
Hjólafærni – hvað er nú það?
Hjólafærni er skilgreind sem hugmyndafræði, þjálfun og umferðarfræðsla fyrir alla sem stýra reiðhjólum, allt frá 7 ára aldri og uppúr.
- Details
- Páll Guðjónsson
Stór fullyrðing en þetta var niðurstaða víðtækrar vandaðrar rannsóknar sem gerð var í Danmörk og er ein af mörgum sem John Franklin vísar í í fyrirlestrum sínum sem við höfum þýtt og birt hér.
Fleiri greinar...
Síða 54 af 63