Hin árvissa Nesjavallaferð verður farin um helgina. Lagt verður af stað frá Árbæjarsafni kl.13.00, laugardag. Eru allir hvattir til að taka þátt og fylla nú Nesbúð af hjólreiðafólki. Að venju verður grillað, farið í heita pottinn og grátið eða hlegið yfir EuroVision. Á sunnudegi verður svo hjólað heim.
Veðurspáin er góð og því á ferðin ekki að standa í nokkrum manni sem hjólað getur 35Km í rólegri yfirferð. Er þetta tilvalin upphitunarferð fyrir þá sem hyggjast fara í hjólreiðaferð í sumar. Fólk er hvatt til að panta gistingu fyrirfram með því að hringja í Nesbúð í síma: 4823415 og segjast vera í hjólahóp
Með morgunverði kostar svefnpokapláss 4.200,- og uppábúið tveggja manna herbergi 10.600,- Munið eftir félagskirteinum sem veita 15% afslátt. Allar nánari upplýsingar um ferðina má fá hjá Pétri formanni í síma 8958015
Hjólakveðjur
Magnús Bergs.