- Details
Það var góður fjöldi sem mætti, líflegar og gagnlegar umræður um fatnað,
ljós og nagladekk. Úrval af fatnaði og búnaði frá hjólaverslunum og
sérsverslun með gæðafatnað. Miklar umrærður um gagnsemi ullar næst við
húð. Mjög gagnlegar umræður sköpuðust og deildu reyndir hjólreiðamenn reynslu sinni
td. um galdurinn við að hjóla í vinnuna í öllum veðrum án þess að verða blautur,
kaldur eða krumpa skrifstofudragtina og þar komu til sögunnar sérhannaðar
skrifstofutöskur þar sem hægt er að pakka flatt. Mjög skemmtilegt kvöld, takk
fyrir okkur.
Sessy og Guðný.
- Details
- Páll Guðjónsson
Það vakti athygli mína þegar ég rakst á litla aðsenda grein í Morgunblaðinu 7. nóvember þar sem Brynjar Kjærnested lýsir því að í sumum hverfum borgarinnar er snjóruðningur á höndum einkaaðila og í öðrum á höndum borgarstarfsmanna. Það ætti ekki að skipta máli ef allir stígar væru ruddir vel og tímanlega en í greininni lýsir hann því að einkaaðilunum hafi verið fyirskipað að halda að sér höndum meðan borgarstarfsmennirnir voru á fullu í öðrum hverfum. Þar sem ég fann greinina ekki á mbl.is læt ég hana fylgja með.
- Details
- Fjölnir Björgvinsson
Aðalfundur ÍFHK var haldinn 30. október síðast liðinn í húsnæðinu að
Brekkustíg. Góð mæting var og allt að því hátíðarstemning í loftinu. Það er
greinilegt að mikill hugur er í fólki í hjólaheiminum og lofar það góðu fyrir kjörtímabilið.
Kjörin var ný stjórn og nefndir mótaðar. Fyrsti stjórnarfundur er áætlaður 3.
nóvember og línur settar. Ný stjórn skipa: formaður: Fjölnir Björgvinsson,
varaformaður: Sesselja Traustadóttir, gjaldkeri: Ásgerður Bergsdóttir, ritari:
Edda G. Guðmundsdóttir, meðstjórnandi Pétur Þór Ragnarsson og varamenn eru
Magnús Bergsson, Sólver H. Sólversson.
- Details
- Páll Guðjónsson
Aðalfundur Íslenska Fjallahjólaklúbbsins verður haldinn fimmtudaginn
30. október nk. kl. 20:00 í klúbbhúsinu að Brekkustíg 2. 2. hæð.
Dagskrá:
1. Skýrsla formanns og stutt yfirferð yfir viðburði ársins
2. Reikningar fyrra árs lagðir fram til samþykktar
3. Lagabreytingar (ef einhverjar eru)
4. Kosning stjórnar
5. Umsóknir í nefndir (húsnefnd, ferðanefnd, ritnefnd, kynningar og fjáröflunarnefnd)
5. Önnur mál
Kaffi og meðlæti
Mætum öll
Stjórn ÍFHK.
- Details
Námskeiðið verður haldið í klúbbhúsinu að Brekkustíg 2 fimmtudaginn 23. okt. á efri hæð í fyrirlestrarformi í setustofu. Magnús Bergsson talar út frá sinni reynslu um vetrarútbúnað; hjóls, knapa og viðlegubúnað. Magnús er einn reyndasti hjólreiðamaður landsins og deilir með okkur góðum ráðum um það hvernig það verður leikur einn að hjóla yfir köldustu vetrarmánuðina. Námskeiðið er sjálfstætt framhald af byrjendanámskeiðinu sem haldið var 9. október síðastliðinn.
Þar sem þessi viðburður verður eingöngu á efri hæð verður viðgerðaraðstaðan opin félagsmönnum á sama tíma á 1. hæð. Heitt á könnunni og eitthvað gott í gogginn á boðstólnum.
- Details
- Páll Guðjónsson
Mikið hjólreiðaátak hefur staðið yfir í Reykjavík allt þetta kjörtímabil. Í Grænu skrefunum segir undir yfirskriftinni Göngum lengra, hjólum meira: „Göngu- og hjólreiðastígurinn frá Ægisíðu upp í Elliðaárdal verður breikkaður, upphitaður og vatnshönum þar fjölgað. Göngu- og hjólreiðastígum verður sinnt eins og götum borgarinnar allan ársins hring ... Merkingar göngu- og hjólreiðastíga munu taka mið af göngu og hjólreiðum sem samgöngumáta."
Stórt skref í þessari baráttu hefur nú verið stigið með því að merkja Suðurgötuna með svokölluðum hjólavísum (sjá myndir hér). Þeir virka þannig að sérstakar merkingar eru málaðar í götuna og gefa bæði hjólreiðamönnum og ökumönnum bifreiða skýr skilaboð um að hjólreiðamenn eigi þarna rétt og það beri að taka tillit til þeirra. Þegar við vorum að undirbúa þessa aðgerð á umhverfis- og samgöngusviði Reykjavíkurborgar þurftum við að velja á milli þess að mála sérstakan renning í götuna eða setja þessa vísa niður. Í samráði við Landsamtök hjólreiðamanna (fleiri myndir hér) ákváðum við að setja hjólavísana niður í Suðurgötuna, til að kynna þá fyrir borgarbúum. Annarsstaðar geta aðrar lausnir átt við.
- Details
- Fjölnir Björgvinsson
Fimmtudaginn 2. október byrjar hreinsunarátak í klúbbhúsinu. Öll aðstoð vel þegin við að fegra húsnæðið að innan sem utan. Hafir þú áuga á að láta gott af þér leiða fyrir klúbbinn er þetta kjörið tækifæri.
- Details
- Páll Guðjónsson
Stofnfundur Samtaka um bíllausan lífsstíl verður í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur, miðvikudaginn 17. september kl. 20:00. Samtök um bíllausan lífsstíl er þverpólitískt félag fólks sem hefur það sameiginlega áhugamál að gera bíllausan lífsstíl að vænlegri kosti en nú er. Markmið félagsins er ekki að berjast gegn einkabílum eða bíleigendum, heldur einungis að stuðla að fjölbreyttari samgöngum og berjast fyrir því að jafnræðis sé gætt milli ólíkra samgöngukosta. Skoðið vef þeirra billaus.is.
Það verður líka mikið í gangi á laugardag þegar skipulagðar hjólalestir leggja af stað víðsvegar um höfuðborgarsvæðið og safna fólki. Hjólalestirnar sameinast svo í Nauthólsvík og hjóla þaðan í hóp að Ráðhúsinu þar sem ýmsir viðburðir eru skipulagðir, eins og Tjarnarspretturinn og Hjólasirkus.
Fleiri greinar...
Síða 51 af 63