- Details
- Fjölnir Björgvinsson
Kaffihúsakvöld 4. desember.
Nú bregðum við út af vananum næsta fimmtudagskvöld og höldum KAFFIHÚSAKVÖLD með stórum stöfum. Samhliða hefðbundnu opnu húsi verða kræsingarnar í sérflokki. Notum kvöldið til að gleyma amstri dagsins og njótum góðs félagsskapar hvors annars í klúbbhúsinu okkar.
Á boðstólnum verða fjölmargar tegundir af kaffi, sérbrennt og heimamalað,
uppáhellt með úrvals kaffivélum í eigu félagsmanna sem eru sérlegir áhugamenn um
kaffi. Í húsinu verða að minnsta kosti tvær "alvöru" kaffivélar og ætlunin er að
láta þær ganga allt kvöldið. Einnig verða nokkrar mismunandi gerðir af "alvöru"
belgískum vöfflujárnum. Elda þær nokkrar mismunandi uppskriftir ólíkra landa.
Ís, sýróp og sultur við hæfi og verður þetta ein allsherjar kræsingaveisla.
Viðgerðaraðstaðan verður að sjálfsögðu aðgengileg með öllum nýju verkfærunum,
en áhersla kvöldsins eru kræsingar og notaleg kósy kvöldstund. Allt krepputal
skilið eftir heima.
Húsnefnd