- Details
- Fjölnir Björgvinsson
Kaffihúsakvöldið 4. desember.
Um 30 manns litu við á kaffihúsakvöldinu í gær og var aldeilis kátt í
höllinni. Veisluborðin svignuðu undan kræsingum og eðalkaffi.
Macchiato, cappuchino, latte, expresso og fleiri tegundir voru á
boðstólnum ásamt þykkum vöfflum með vanilluís, þeyttum rjóma,
maple-sírópi, ferskri berjablöndu, súkkulaði sósu og svo framvegis.
Magnús Bergs sýndi myndir úr ferðum sínum um hálendi Íslands, og
samhliða voru almennar umræður um áætlaðar ferðir komandi sumars en
ferðanefndin er í óða önn að púsla saman lengri og styttri ferðum á
dagskrána fyrir sumarið 2009. aldrei í sögu klúbbsins verður boðið uppá
jafn fjölbreyttar og margar ferðir yfir starfsárið. Og mjög spennandi
tímar í klúbbnum framundan.
Stjórnin.