- Details
- Páll Guðjónsson
Ortlieb sjópokar og töskur. Framleitt í Þýskalandi. 5 ára ábyrgð! Vatnsþétt, rykþétt, fislétt og níðsterkt.
Bjóðum félagsmönnum 15% kynningarafslátt í júli hjá okkur í Smiðsbúð 6 í Garðabæ ( sama húsnæði og Hirzlan).
Ortlieb töskur og pokar henta vel til allra ferðalaga, sérstaklega þar sem er mikil bleyta t.d. í báta, sleða og fjórhjólaferðir. Frekari upplýsingar er að finna á www.vild1.com eða hafið samband í síma 564-5040.
Afgreiðslutímar í sumar; mánud. – föstudaga kl. 13 - 18.
Með kveðju, Vild ehf.
- Details
- Páll Guðjónsson
Nú þegar sumarið er komið á Íslandi og flestir búnir að plana eitthvert flakk um landið í sólinni í sumar er hann Olivier Germain í Montreal, Kanada að plana hjólaferð hringinn í kringum Ísland í nóvember 2010. Þetta verður ekki fyrsta ferðin hans um landið því 2007 þræddi hann alla strönd landsins á hjóli. Kíkið á vef hans til að fræðast meir um ferðina og manninn.
- Details
- Fjölnir Björgvinsson
það verður ekið frá Reykjavík föstudagskvöldið 19. júní frá klúbbhúsinu að Brekkustíg 2 kl 18:00 og Árbæjarsafni kl 19:00. að Fitjum í Skorradal og gist. Á laugardeginum verður hjólaður hringurinn í kringum vatnið, farið í sund í Hreppslaug og grillað og leikið um kvöldið. Aftur gist að fitjum og ekið til baka til Reykjavíkur á sunnudeginum. Hægt er að gera þennan hjóltúr að dagshjóltúr ef tími er takmarkaður. Á opnu húsi í kvöld milli kl 20:00 og 21:00 verður kynning á ferðinni í máli og myndum úr síðustu hjólaferð um þessar slóðir.
- Details
- Fjölnir Björgvinsson
Þriðjudagskvöldferðin 26. maí verður um Elliðaárdalinn og Laugarnesið. Lagt verður af stað kl 19:00 frá Fjölskyldu og húsdýragarðinum. Létt og þægileg fjölskylduferð þar sem áherslan er lögð á að hjóla og njóta þess sem borgin hefur uppá að bjóða. Bjarni Helgason fer fyrir ferðinni og segir frá.
Ferðanefnd.
- Details
- Fjölnir Björgvinsson
Í kvöld 21. maí verður opið hús eins og venjan er á fimmtudögum. Heitt á könnunni og viðgerðaraðstaðan opin.
- Details
- Fjölnir Björgvinsson
- Details
- Fjölnir Björgvinsson
Nú er komið að hinni árlegu ferð klúbbsins á Nesjavelli. Þetta er fyrsta ferð sumarsins og er oft fyrsta hjólaferðalag þeirra sem taka þátt, því hún hentar sérstaklega vel nýliðum jafnt sem lengra komnum. Frábært tækifæri til að stíga skrefið í góðum hópi og öðlast reynslu í að ferðast á hjóli og læra um leið af öðrum.
Við hittumst 16. maí við Árbæjarsafni klukkan 13:00 og leggjum af stað þaðan. Til skrá sig í gistingu þarf að hafa samband við Nesbúð beint og panta gistingu í síma: 482 3415. Mundu að taka fram að þú sért með Fjallahjólaklúbbnum til að njóta sérkjara sem gengur fyrir hópinn. Tilboð í Fosshótel Nesbúð þessa helgi er:
- Details
- Páll Guðjónsson
Í 2. útgáfu af Staðardagkrá 21 fyrir Reykjavík undir heitinu „Reykjavík í mótun“ má lesa um mjög hjólavæn markmið og leiðir að þeim. Staðardagskráin var samþykkt í borgarstjórn Reykjavíkur 16. maí 2006 en hún var nýlega endurútgefin og ef þið hafið ekki kíkt á hana áður þá er kannski kominn tími til. Okkur finnst kannski stundum hægt ganga í framfara átt en eins og reynslan sýnir getur borgað sig að vanda til verka. Í þessari stefnumótun í átt að sjálfbæru samfélagi í Reykjavík til 2015 koma fram eftirfarandi punktar meðal annars:
Fleiri greinar...
Síða 46 af 63