- Details
Næsta þriðjudagsferð Fjallahjólaklúbbsins verður óvissuferð undir leiðsögn Fjölnis formanns. Enginn veit hvað verður, allir eru hvattir til þátttöku og jafnframt skorum við á þá sem þora; að koma með eitthvað óvænt innlegg í ferðina!! Bland í poka - syngja einsöng á völdum stað, koma með jólaseríu á hjólinu sínu eða hvað eina sem fólki dettur í hug og lífgar uppá tilveruna. Þó manni detti ekkert í hug, þá er maður líka velkominn:-)
Lagt af stað frá Fjölskyldu- og húsdýragarðinum kl. 19.
- Details
- Páll Guðjónsson
- Details
- Garðar Erlingsson
Næstkomandi fimmtudag 9/7 verður afmæliskaffi í klúbbhúsinu. Fjallahjólaklúbburinn er orðinn tvítugur og er því samkvæmt lögum bæði sjálf og fjárráða. Borðin munu svigna undan glæsilegum kaffiveitingum og er það von okkar að sem flestir sjái sér fært að mæta. Að vanda verður létt stemning í loftinu og er þetta gullið tækifæri fyrir alla klúbbfélaga hittast og kannski þá sérstaklega að hitta stofnfélagana. Að öllum líkindum verða sagðar nokkrar mis vafasamar ferðasögur og er ég illa svikinn ef ákveðnir aðilar ausa ekki úr sínum ótæmandi viskubrunni. Þetta verður bara gaman !
- Details
- Páll Guðjónsson
Ortlieb sjópokar og töskur. Framleitt í Þýskalandi. 5 ára ábyrgð! Vatnsþétt, rykþétt, fislétt og níðsterkt.
Bjóðum félagsmönnum 15% kynningarafslátt í júli hjá okkur í Smiðsbúð 6 í Garðabæ ( sama húsnæði og Hirzlan).
Ortlieb töskur og pokar henta vel til allra ferðalaga, sérstaklega þar sem er mikil bleyta t.d. í báta, sleða og fjórhjólaferðir. Frekari upplýsingar er að finna á www.vild1.com eða hafið samband í síma 564-5040.
Afgreiðslutímar í sumar; mánud. – föstudaga kl. 13 - 18.
Með kveðju, Vild ehf.
- Details
- Páll Guðjónsson
Nú þegar sumarið er komið á Íslandi og flestir búnir að plana eitthvert flakk um landið í sólinni í sumar er hann Olivier Germain í Montreal, Kanada að plana hjólaferð hringinn í kringum Ísland í nóvember 2010. Þetta verður ekki fyrsta ferðin hans um landið því 2007 þræddi hann alla strönd landsins á hjóli. Kíkið á vef hans til að fræðast meir um ferðina og manninn.
- Details
- Fjölnir Björgvinsson
það verður ekið frá Reykjavík föstudagskvöldið 19. júní frá klúbbhúsinu að Brekkustíg 2 kl 18:00 og Árbæjarsafni kl 19:00. að Fitjum í Skorradal og gist. Á laugardeginum verður hjólaður hringurinn í kringum vatnið, farið í sund í Hreppslaug og grillað og leikið um kvöldið. Aftur gist að fitjum og ekið til baka til Reykjavíkur á sunnudeginum. Hægt er að gera þennan hjóltúr að dagshjóltúr ef tími er takmarkaður. Á opnu húsi í kvöld milli kl 20:00 og 21:00 verður kynning á ferðinni í máli og myndum úr síðustu hjólaferð um þessar slóðir.
- Details
- Fjölnir Björgvinsson
Þriðjudagskvöldferðin 26. maí verður um Elliðaárdalinn og Laugarnesið. Lagt verður af stað kl 19:00 frá Fjölskyldu og húsdýragarðinum. Létt og þægileg fjölskylduferð þar sem áherslan er lögð á að hjóla og njóta þess sem borgin hefur uppá að bjóða. Bjarni Helgason fer fyrir ferðinni og segir frá.
Ferðanefnd.
- Details
- Fjölnir Björgvinsson
Í kvöld 21. maí verður opið hús eins og venjan er á fimmtudögum. Heitt á könnunni og viðgerðaraðstaðan opin.
Fleiri greinar...
Síða 46 af 64