- Details
Nú þegar hjólin eru orðin vel smurð, búið að fara á viðgerðanámskeið og farið að huga að fyrstu ferðalögum sumarsins, er lag að koma með góða skapið á vorfagnað ÍFHK í klúbbhúsinu fimmtudaginn 30. apríl. Öll frjáls tóndæmi eru hjartanlega velkomin, hvort heldur fólk fremji þau með sínu eigin nefi eða framkalli þau með verkfærum. Léttmeti verður á grillinu, söngur og gleði.
Allir koma á nýbónuðum hjólunum sínum og þeir sem standa við grillið mega dást að gripunum; hinir chilla á baðstofuloftinu. Nánar um fleiri smáatriði í næstu viku en þangað til; takið frá kvöldið og hlakkið til:-)
- Details
Síðasta viðgerðarnámskeið þessa vors er á fimmtudaginn - Sumardaginn fyrsta - í klúbbhúsinu að Brekkustíg 2. Magnús Bergs, Darri og Garðar verða á gólfinu og munda verkfærin með áhugasömum en á efri hæðinni verður Árni Guðmundur að teina vöfflur og baka gíra; hvernig svo sem það bragðast fólki:-) Húsið opnar kl. 20. Þetta er kjörið tækifæri fyrir alla í félaginu til þess að koma og kynna sér starfsemi klúbbsins og aðstöðuna í klúbbhúsinu. Kaffi og með því á baðstofuloftinu.
- Details
Íslenski fjallahjólaklúbburinn stóð fyrir heilmiklum ratleik eftir strandlengjunni á milli Korpúlfsstaðagolfvallar og að Ástorgi í Hafnarfirði. Til þess að vera fullgildur þátttakandi í leiknum var nóg að finna 5 - 10 pósta og heimsækja nokkur fyrirtæki á Ferðafagnaði. En fjöldi keppenda gerði gott betur og fóru margir alla póstana 34 og hafa þá hjólað um 50 km leið. Auk þess má gera ráð fyrir að fólk hafi þurft að hjóla til og frá heimilum sínum svo margur hlýtur að hafa hjólað allt að 80 km þennan dag til þess að taka þátt í ratleiknum.
Enn er hægt að skila inn þátttökuseðlum. Það er hægt rafrænt á
- Details
Stærsti ratleikur vorsins; Öll strandlengja Höfuðborgarsvæðisins með í Ferðafagnaði
Umhverfisvænn ferðamáti er framtíðareinkenni Höfuðborgarinnar og því býður Íslenski fjallahjólaklúbburinn öllum í ratleik á Ferðafagnaði sem best er að leysa á reiðhjóli. Ferðafagnaður fer fram laugardaginn 18. apríl nk. Frá kl. 12 – 18 verða 34 póstar staðsettir við strandlengjuna frá Korpúlfsstaðagolfvelli í norðri að Ástorgi í Hafnarfirði í suðri. Bilið á milli póstanna er frá 0,6 – 2,0 km. Á hverjum pósti er að finna ágæta lýsingu að því hvar sá næsti er væntanlegur. Auk þess koma nöfn allra póstanna fram á þátttökuseðlinum sem keppendur prenta út sjálfir.
- Details
- Fjölnir Björgvinsson
Alveg einstaklega gott veður er þessa dagana. Þó hitastigið þennan sunnudagsmorgun hafi ekki verið mjög hátt, var milt og gott veður. Stefnan var tekin upp í Heiðmörk þar sem þræddir voru nokkrir göngustígar í skógi og trjágöngum og á götunum til skiptis. Greinilegt er að vorið er komið því gróður er aðeins byrjaður að taka við sér, lóan komin og snjórinn farinn (þó má sjá eins og tvö snjókorn á þessari mynd). Næsti sunnudagshjóltúr verður 19. apríl og er um að gera að skella sér með út í vorið í góðra knapa hópi. Ef hjólið liggur enn í geymslunni síðan í vetur og ef til vill með sprungið dekk, er um að gera að notfæra sér eitt af viðgerðanámskeiðunum sem verða: 9. 16 og 23. apríl (sjá nánar á dagskránni). Komdu með – það er aldrei að vita nema þú uppgötvir eitthvað nýtt í þínu nánasta umhverfi.
Ferðanefnd Fjallahjólaklúbbsins og Guðný Einarsdóttir hjolakonur.net
- Details
- Páll Guðjónsson
Mikilvægt er að þau sem vilja í Fjallabaksferðina okkar 4. - 12. júlí skrái sig strax því vegna skipulags verður skráningu að ljúka fyrir páska. Það er hægt að skrá sig í ferðina, eða fá frekari upplýsingar með því að senda tölvupóst til Darra á
- Details
- Fjölnir Björgvinsson
2. apríl, fimmtudagur: Kl. 12:00. Bíllaus lífstíll afhendir samgönguráðherra bréf fyrir utan samgönguráðuneytið að Tryggvagötu fimmtudaginn 2. apríl kl. 12.00. Partur af átaki þeirra til að hvetja fyrirtæki og stofnanir til að gera samgöngusamninga við starfsfólk. Lesið fréttatilkynninguna alla á vef þeirra billaus.is.
2. apríl, fimmtudagur: Kaffihúsakvöld í klúbbhúsinu Brekkustíg 2 frá kl. 20, samhliða myndasýningu úr starfssemi klúbbsins frá síðasta ári og myndbandi um hjólaviðgerðir.
5. apríl: Sunnudagshjóltúrinn frá Víkingsheimilinu kl. 09:30. Vikulegir hjóltúrar á vegum hjolakonur.net frá Víkingsheimilinu kl 09:30 á sunnudagsmorgnum út apríl. Miðað er við að vera 2 tíma á ferðinni og eru ákvarðanir teknar af hópnum sem mætir hverju sinni. Frá maí skiptum við yfir á racera, hraðinn aukinn og æfingatíminn breytist. Allar nánari upplýsingar gefur Guðný í síma 564 5964.
9. apríl, fimmtudagur: (Skírdagur) Viðgerðanámskeið 1. Grunnatriði tekin fyrir svo sem að gera við sprungið dekk, stilla bremsur og hvernig maður stillir hjólið sitt "rétt". Aðeins talað um gíra.
- Details
- Páll Guðjónsson
Félagsaðstaðan, Sævarhöfða 31
Á Sævarhöfða 31 er rúmgóð viðgerðaraðstaða og horn fyrir kaffi og spjall. Þar er opið frá kl 18 til 21 á hverju mánudagskvöldi, bæði fyrir Fjallahjólaklúbbinn og Reiðhjólabændur.
Öll áhöld til viðgerða eru til staðar en ætlast er til þess að fólk geri við sjálft og gangi fallega um aðstöðuna.
Dagskráin og ferðalögin
Dagskrá klúbbsins má skoða á dagatalinu okkar og við reynum að setja inn nokkra góða viðburði hjá öðrum líka. Veljið Dagskrá í valmyndinni og síðan flokk.
Dagskrá keppnishjólreiða er að finna á vefnum hri.is/vidburdir
Framundan:
25 Nóv 2024
06:00PM - 09:00PM
Opið Verkstæði02 Des 2024
06:00PM - 09:00PM
Opið Verkstæði09 Des 2024
06:00PM - 09:00PM
Opið Verkstæði16 Des 2024
06:00PM - 09:00PM
Opið Verkstæði23 Des 2024
06:00PM - 09:00PM
Opið Verkstæði30 Des 2024
06:00PM - 09:00PM
Opið Verkstæði
Fleiri greinar...
Síða 48 af 63