- Details
- Fjölnir Björgvinsson
Sunnudagshjóltúrinn 5. apríl.
Alveg einstaklega gott veður er þessa dagana. Þó hitastigið þennan sunnudagsmorgun hafi ekki verið mjög hátt, var milt og gott veður. Stefnan var tekin upp í Heiðmörk þar sem þræddir voru nokkrir göngustígar í skógi og trjágöngum og á götunum til skiptis. Greinilegt er að vorið er komið því gróður er aðeins byrjaður að taka við sér, lóan komin og snjórinn farinn (þó má sjá eins og tvö snjókorn á þessari mynd). Næsti sunnudagshjóltúr verður 19. apríl og er um að gera að skella sér með út í vorið í góðra knapa hópi. Ef hjólið liggur enn í geymslunni síðan í vetur og ef til vill með sprungið dekk, er um að gera að notfæra sér eitt af viðgerðanámskeiðunum sem verða: 9. 16 og 23. apríl (sjá nánar á dagskránni). Komdu með – það er aldrei að vita nema þú uppgötvir eitthvað nýtt í þínu nánasta umhverfi.
Ferðanefnd Fjallahjólaklúbbsins og Guðný Einarsdóttir hjolakonur.net