- Details
- Fjölnir Björgvinsson
Fimmtudaginn 8. október verður haldið hið árlega vetrarundirbúningsnámskeið þar sem Magnús Bergsson sjálfur mun deila reynslu sinni með okkur. Er virkilega hægt að hjóla allan veturinn? Hvað þarf til að geta hjólað að vetrarlagi? Geta allir hjólað í hálku? Þola dempararnir kuldann? Frýs ekki keðjan? Hvað er hamingja? Hver er tilgangur lífsins? Öllum þessum spurningum verður svarað, öllum þínum spurningum varðandi hjól + vetur og miklu fleirum til. Námskeiðið er ókeypis og frítt inn á meðan húsrúm leifir.
- Details
Fimmtudaginn 24. sept. kl. 20, mun borgarfulltrúinn og hjólreiðamaðurinn knái, Gísli Marteinn heimsækja Íslenska fjallahjólaklúbbinn. Gísli fer fyrir Hjólreiðanefnd Reykjavíkur sem er eina nefndin sem hann sleppti ekki úr höndum sér á meðan á námsdvöl hans stóð í Edinborg.
Nú er Gísli mættur aftur til fullra starfa sem borgarfulltrúi, sprækur sem lækur og mætir hjólreiðamönnum ÍFHK á baðstofuloftinu til samtals og skoðananviðrana að Brekkustíg 2.
Gísli Marteinn mun segja frá störfum Hjólreiðanefndarinnar, tala almennt um hjólreiðamál í borginni og sína framtíðarsýn á hjólaborgina Reykjavík. Auk þess óskar hann eftir góðu samtali og samstarfi við hjólreiðamenn um það sem þarf að gera til þess að efla hjólreiðar á Höfuðborgarsvæðinu.
Það verður heitt á könnunni að vanda og hver veit nema Fjölnir baki nokkrar vöfflur fyrir gesti og gangandi. Viðgerðaraðstaðan opin á neðri hæðinni. Allir velkomnir!
- Details
- Fjölnir Björgvinsson
Fjallahjólaklúbburinn óskar eftir ferðasögum til byrtingar á netinu og í fréttabréfinu Hjólhestinum. Ferðasögur, greinar, pistlar eða annað ritað efni óskast einnig,
Sendist á
- Details
- Garðar Erlingsson
Fimmtudaginn 10 sept. var haldið svokallað kompukvöld sem heppnaðist vonum framar. Markmiðið er eins og áður hefur komið fram að félagsmenn og aðrir geti komið með hjólagræjur af öllum toga og selt eða skipt. Rúnar í Markinu kom með landburð af allskonar dóti allt frá dekkjum til dempara og allt þar á milli. Það var mikið gramsað og pælt og seldist víst meginþorrinn af öllum dásemdunum. Arnaldur stóð styrkur á kantinum með rjúkandi eðalkaffi sem hann töfraði fram úr himinblárri kaffivél. Nokkuð var um viðgerðir á reiðhjólum á neðri hæðinni og er alltaf nóg af höndum til þess að aðstoða við stórt eða smátt. Margt spennandi er á döfinni m.a. undirbúningsnámskeið fyrir vetrarhjólreiðar þar sem verður farið ítarlega í val á nagladekkjum, ljósum, fatnaði og fleira...fylgist því vel með á næstunni.
- Details
- Fjölnir Björgvinsson
Núna á fimmtudaginn verður haldið kompukvöld í klúbbhúsinu milli kl 20:00 og 22:00. Kompukvöld var síðast haldið í klúbbhúsinu fyrir ári síðan og því orðið löngu tímabært að endurtaka það.
- Details
Kæru félagar.
Það er búið að ákveða óvissuferð haustsins. Hún verður farin 12. og
13. sept. nk. 40 km á lau. og 45 km á sun. Algjörlega sjálfbær... samt
einn trússbíll sem tekur svefnpokana og matinn. Kostnaður max 3000 kr.
á fullorðinn, minna fyrir börn. Trúss, gisting, kvöldmatur og
hafragrautur á sunnudagsmorgninum. Hjólað alla leið. Gisting í
afdölum;-)
- Details
Kæru félagar. Þá er komið að formlegri lokaferð þriðjudagshjólreiðanna. Við hittumst við Fjölskyldu- og húsdýragarðinn kl. 19 nk. þriðjudag og hjólum saman yfir götuna yfir til GÁP sem býður okkur í glæsilega grillveislu. Búðin verður opin og aldrei að vita nema einhver góð tilboð séu í boði þetta kvöld. Allir sem hafa komið með í ferðir sumarsins - sem og þeir sem alltaf ætluðu að koma og allir hinir líka, eru hjartanlega velkomnir með okkur í veisluna.
Fleiri greinar...
Síða 44 af 63