Haustlitirnir eru komnir og fyrstu laufblöðin farin að dansa um göturnar. Þá er ekki úr vegi að yfirfara ljósabúnaðinn og glitaugun á hjólinu. Það er tilvalið að mæta á vetrarundirbúningsnámskeiðið með hjólið sitt og fá ráðleggingar við val á búnaði og yfirferð á gírum og bremsum í leiðinni (ef þess gæti þurft).  Aldrei að vita nema Magnús sýni líka galdurinn við að teina upp gjörð.

Heitt á könnunni og gott meðlæti.

 

Húsnefnd Fjallahjólaklúbbsins.