- Details
- Fjölnir Björgvinsson
Það hefur verð talað um það um nokkurt skeið að gaman væri að félögin og klúbbar myndu hjóla saman fyrsta sunnudag hvers mánaðar. Næstkomandi sunnudag 7. mars förum við fyrstu ferð.
Sjá nánar:
- Details
- Fjölnir Björgvinsson
Nýr og endurbættur vefur Landssamtaka Hjólreiðamanna er kominn í loftið. Hafsjór af fréttum, fróðleik, greinum og skemmtilegheitum. www.lhm.is kíktu á hann.
- Details
- Fjölnir Björgvinsson
Opið hús verður kl 20:00 til 22:00 að Brekkustíg 2 fimmtudaginn 4. mars.
Alvöru kaffihúsastemming og veglegt meðlæti í tilefni þess að ný eldhúsaðstaða er tekin í notkun.
Pétur Þór Ragnarsson hjólakappi heldur fyrirlestur um næringu hjólreiðamanna út frá æfingum, keppnum og ferðalögum. Hvað ber að hafa í huga og hvað ber að varast. Algengar mýtur og ranghugmyndir. Spurningum svarað og umræður á eftir. Pétur hefur undanfarið tvö ár skotist upp á stjörnihimininn og er meðal bestu hjólreiðamanna á Íslandi í dag.
Húsnefnd.
- Details
- Fjölnir Björgvinsson
Vegna framkvæmda í eldhúsaðstöðu og á loftinu verður ekki opið hús með sama hætti og venjan er. Einungis verður neðri hæðin opin og aðgengi að viðgerðaaðstöðunni. Búast má við áframhaldandi framkvæmdum næstu viku og er óvíst að næsta fimmtudagskvöld verði heldur opið hús. Fylgist því með hérna á heimasíðunni því það verður tilkynnt um leið og framkvæmdum lýkur.
Húsnefnd.
- Details
- Stjórn Landssamtaka hjólreiðamanna
Ársþing LHM verður haldinn fimmtudaginn 25. febrúar næstkomandi kl. 20:30 í klúbbhúsi ÍFHK Brekkustíg 2, 101 Reykjavík. Húsið opnar kl. 20:00
Stjórnin hefur skipað þriggja manna kjörnefnd sem gerir tillögu til ársþings um menn í stjórn, varastjórn og sem endurskoðendur. Kjörnefndina skipa Sesselja Traustadóttir, Árni Davíðsson og Magnús Bergsson.
Hver sá sem vill gera tillögu um menn til kjörs í stjórn, varastjórn eða sem endurskoðendur ætti að senda kjörnefnd eða stjórn LHM tillögu þess efnis sem fyrst með fullgildu samþykki viðkomandi. Kjörnefnd skilar stjórninni tillögum sínum eigi síðar en viku fyrir ársþing.
Fræðsluerindið mun felast í því að leggja fram og ræða tillögu að endurnýjaðri samantekt á sameiginlegum baráttumálum LHM og aðildarfélaga þess og forgangsröð þeirra. Tillögur má senda beint á
- Details
- Fjölnir Björgvinsson
Stórir hlutir eru að gerast hjá Reykjavíkurborg og er mikils að vænta á næstu árum í bættri aðstöðu fyrir hjólreiðafólk, enda löngu tímabært.
Fimmföldun á hjólaleiðum í Reykjavík á næstu fimm árum, tíföldun á næstu tíu árum, hraðbraut fyrir hjól milli Laugardals og miðborgar og brú yfir Elliðaárósa – eingöngu fyrir gangandi og hjólandi. Þetta er meðal þess sem fram kemur í fyrstu hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar sem samþykkt var nýlega í umhverfis- og samgönguráði.
- Details
- Húsnefnd
Í síðustu viku var hafist handa við framkvæmdir í klúbbhúsinu. Verið er að vinna við uppsetningu á nýrri eldhúsaðstöðu og endurskipulagningu í húsnæðinu á báðum hæðum.
Rífandi gangur er í verkinu og miðar því vel. Hafir þú skoðun á því hvernig húsnæðið ætti að vera mátt þú gjarnan leggja okkur lið í þessari vinnu.
Nokkrar ferðir hafa verið farnar með rusl sem hefur safnast upp í gegnum tíðina. Margir nýir eru í húsnefndinni – það er því ekki augljóst hvað er rusl og hvað er í viðgerð eða eigu klúbbfélaga.
Þeim tilmælum er því hér með komið til skila að forða hjólum og öðrum hlutum sem eru í einkaeigu frá því að lenda í ruslinu og vera hent. Hjól og hjólahlutir sem ekki eru merktir með nafni og símanúmeri verðá álitnir eign klúbbsins og hent eða ráðstafað til þeirra sem óska. Frestur er aðeins ein vika þar sem álíka viðvörun hefur verið gerð áður.
Húsnefnd.
- Details
- Fjölnir Björgvinsson
Eftir gott frí yfir hátíðirnar höldum við veglegt kaffihúsakvöld fimmtudaginn 7. janúar kl 20 í klúbbhúsinu að Brekkustíg 2. Það er að fétta af störfum klúbbsins að ferðanefndin og húsnefndin eru að setja saman dagskrá fyrir árið 2010 og verður hún gefin út fljótlega.
Fleiri greinar...
Síða 42 af 64