Gert er ráð fyrir fundurinn geti breytt röð dagskrárliða.

Stjórnin hefur einnig tekið saman nokkrar tillögur að einföldun laga samtakanna sem verða kynntar á næstunni á lhm.is. Aðrar tillögur um lagabreytingar skulu hafa borist stjórn samtakanna eigi síðar en 2 vikum fyrir ársþing á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Dagskrá fundarins er eins og hér segir:

1.      Kosnir þingforsetar og þingritarar.

2.      Ársskýrsla stjórnar.

3.      Lagðir fram endurskoðaðir reikningar.

4.      Fræðsluerindi – umræður.

5.      Fjallað um framkomnar tillögur.

6.      Samþykkt fjárhagsáætlun fyrir næsta ár.

7.      Önnur mál.

8.      Lagabreytingar

9.      Kosningar.

  •   Formaður
  •   4 meðstjórnendur sem skipta með sér verkum varaformanns, gjaldkera, ritara og meðstjórnanda.
  •   2 varastjórnarmenn.
  •   2 endurskoðendur eða skoðunarmenn reikninga.
  •   Kosnar starfsnefndir.

10.  Almennar umræður.

Stjórn Landssamtaka hjólreiðamanna