- Details
Kæru félagar.
Það er búið að ákveða óvissuferð haustsins. Hún verður farin 12. og
13. sept. nk. 40 km á lau. og 45 km á sun. Algjörlega sjálfbær... samt
einn trússbíll sem tekur svefnpokana og matinn. Kostnaður max 3000 kr.
á fullorðinn, minna fyrir börn. Trúss, gisting, kvöldmatur og
hafragrautur á sunnudagsmorgninum. Hjólað alla leið. Gisting í
afdölum;-)
- Details
Kæru
félagar. Þá er komið að formlegri lokaferð þriðjudagshjólreiðanna. Við
hittumst við Fjölskyldu- og húsdýragarðinn kl. 19 nk. þriðjudag og
hjólum saman yfir götuna yfir til GÁP sem býður okkur í glæsilega
grillveislu. Búðin verður opin og aldrei að vita nema einhver góð
tilboð séu í boði þetta kvöld. Allir sem hafa komið með í ferðir
sumarsins - sem og þeir sem alltaf ætluðu að koma og allir hinir líka,
eru hjartanlega velkomnir með okkur í veisluna.
- Details
- Fjölnir Björgvinsson
Kl. 15:00 á Menningarnótt í Reykjavík munu glaðir hjólakappar hittast á miðju Miklatúni og rúlla þaðan saman á reiðhjólum sínum um bæinn. Allir eru velkomnir, endilega bjóðið ykkar fésbókarvinum líka með!
Það verður gríðarleg stemning í hópnum. Tónaflóð mun fylgja okkur á leiðinni (eldhress hjólalög) og við hvetjum fólk til að hjóla með bökin ber og skrifa á þau skemmtileg hjólaslagorð. Svo er um að gera að mæta í búningum eða skrautlegum fötum.
Mætum endilega á fjölskrúðugum farartækjum (þeir sem eiga), t.d. liggihjóli, tvímenningshjóli, körfuhjóli, hjóli með aftanívagn, með tengihjól o.s.frv.
- Details
Myndasýning úr þremur hjólaferðum verður sýnd í stóra salnum í Sambíóinu Álfabakka. Sýning hefst kl. 11:00 f.h. nú laugardag 15. ágúst og stendur yfir í eina klst. Myndirnar munu sýna frá hjólaferðum sem farnar voru um Trékyllisheiði á Stöndum, um Gnúpverjaafrétt á suðurlandi og um Gæsavatnaleið norðan Vatnajökuls austur að Kárahnjúkum.
Allir eru velkomnir, takið með ykkur gesti. Aðgangur ókeypis
Halli og Mummi
- Details
- Garðar Erlingsson
Í kvöld 11/8/2009 verður farið í þriðjudagsferð kl 19:00 frá Fjölskyldu og húsdýragarðinum eins og venjulega. Stefnan er tekin á Gróttu sem er náttúrulega alveg himneskt svæði, sérstaklega í góðu veðri eins og lítur út fyrir í kvöld. Að þessu sinni verður brugðið útaf vananum og er ætlunin að skella sér í smá sjósund í leiðinni. Undirritaður hefur gert þetta um allnokkuð skeið og mælir hann sérstaklega með sundi af þessu tagi. Nú er bara að taka sundföt og handklæði með í kvöld !
Kveðja. Garðar Erlingsson
- Details
- Fjölnir Björgvinsson
Opið hús næsta fimmtudag kl 20:00 - 22:00 (eða lengur). Viðgerðaaðstaðan opin og heitt á könnunni. Nokkrir meðlimir klúbbsins hafa mælt sér mót þarna og ætla að koma með hjálparmótora og búnað til að létta mönnum lífið. Hafir þú áhuga á því hvernig má betrumbæta hjólið eða ákveðnar skoðanir ertu sérstaklega velkomin/n. En annars þá er opið hús öllum opið eins og gefur að skilja.
- Details
Tryggvi Hjaltason frá Rútsstöðum í Eyjafirði og öflugur þátttakandi í þriðjudagshjólaferðum Íslenska fjallahjólaklúbbsins kemur í klúbbhúsið fimmtudaginn 30. júlí og sýnir myndir úr hjólaferð sem hann fór um Rallarveginn sem liggur í nágrenni Sognsfjarðar, um Harðangursjökulinn og endaði í Voss. Þetta var fjögurra daga hjólaferð og var meira en fjórfaldur aldursmunur á þeim yngst og elsta í hópnum. Tryggvi er fæddur 1938 og hefur hjólað víða um Noreg. Fór m.a. frá Nordkapp til Osló árið 1959 eða fyrir 50 árum síðan.
Það verður kaffi á könnunni og viðgerðaraðstaðan opin. Allir hjartanlega velkomnir.
Fleiri greinar...
Síða 45 af 64