- Details
- Fjölnir Björgvinsson
Kl. 15:00 á Menningarnótt í Reykjavík munu glaðir hjólakappar hittast á miðju Miklatúni og rúlla þaðan saman á reiðhjólum sínum um bæinn. Allir eru velkomnir, endilega bjóðið ykkar fésbókarvinum líka með! Það verður gríðarleg stemning í hópnum. Tónaflóð mun fylgja okkur á leiðinni (eldhress hjólalög) og við hvetjum fólk til að hjóla með bökin ber og skrifa á þau skemmtileg hjólaslagorð. Svo er um að gera að mæta í búningum eða skrautlegum fötum. Mætum endilega á fjölskrúðugum farartækjum (þeir sem eiga), t.d. liggihjóli, tvímenningshjóli, körfuhjóli, hjóli með aftanívagn, með tengihjól o.s.frv.
- Details
Myndasýning úr þremur hjólaferðum verður sýnd í stóra salnum í Sambíóinu Álfabakka. Sýning hefst kl. 11:00 f.h. nú laugardag 15. ágúst og stendur yfir í eina klst. Myndirnar munu sýna frá hjólaferðum sem farnar voru um Trékyllisheiði á Stöndum, um Gnúpverjaafrétt á suðurlandi og um Gæsavatnaleið norðan Vatnajökuls austur að Kárahnjúkum.
Allir eru velkomnir, takið með ykkur gesti. Aðgangur ókeypis
Halli og Mummi
- Details
- Garðar Erlingsson
Í kvöld 11/8/2009 verður farið í þriðjudagsferð kl 19:00 frá Fjölskyldu og húsdýragarðinum eins og venjulega. Stefnan er tekin á Gróttu sem er náttúrulega alveg himneskt svæði, sérstaklega í góðu veðri eins og lítur út fyrir í kvöld. Að þessu sinni verður brugðið útaf vananum og er ætlunin að skella sér í smá sjósund í leiðinni. Undirritaður hefur gert þetta um allnokkuð skeið og mælir hann sérstaklega með sundi af þessu tagi. Nú er bara að taka sundföt og handklæði með í kvöld !
Kveðja. Garðar Erlingsson
- Details
- Fjölnir Björgvinsson
Opið hús næsta fimmtudag kl 20:00 - 22:00 (eða lengur). Viðgerðaaðstaðan opin og heitt á könnunni. Nokkrir meðlimir klúbbsins hafa mælt sér mót þarna og ætla að koma með hjálparmótora og búnað til að létta mönnum lífið. Hafir þú áhuga á því hvernig má betrumbæta hjólið eða ákveðnar skoðanir ertu sérstaklega velkomin/n. En annars þá er opið hús öllum opið eins og gefur að skilja.
- Details
Tryggvi Hjaltason frá Rútsstöðum í Eyjafirði og öflugur þátttakandi í þriðjudagshjólaferðum Íslenska fjallahjólaklúbbsins kemur í klúbbhúsið fimmtudaginn 30. júlí og sýnir myndir úr hjólaferð sem hann fór um Rallarveginn sem liggur í nágrenni Sognsfjarðar, um Harðangursjökulinn og endaði í Voss. Þetta var fjögurra daga hjólaferð og var meira en fjórfaldur aldursmunur á þeim yngst og elsta í hópnum. Tryggvi er fæddur 1938 og hefur hjólað víða um Noreg. Fór m.a. frá Nordkapp til Osló árið 1959 eða fyrir 50 árum síðan.
Það verður kaffi á könnunni og viðgerðaraðstaðan opin. Allir hjartanlega velkomnir.
- Details
Næsta þriðjudagsferð Fjallahjólaklúbbsins verður óvissuferð undir leiðsögn Fjölnis formanns. Enginn veit hvað verður, allir eru hvattir til þátttöku og jafnframt skorum við á þá sem þora; að koma með eitthvað óvænt innlegg í ferðina!! Bland í poka - syngja einsöng á völdum stað, koma með jólaseríu á hjólinu sínu eða hvað eina sem fólki dettur í hug og lífgar uppá tilveruna. Þó manni detti ekkert í hug, þá er maður líka velkominn:-)
Lagt af stað frá Fjölskyldu- og húsdýragarðinum kl. 19.
- Details
- Páll Guðjónsson
- Details
- Garðar Erlingsson
Næstkomandi fimmtudag 9/7 verður afmæliskaffi í klúbbhúsinu. Fjallahjólaklúbburinn er orðinn tvítugur og er því samkvæmt lögum bæði sjálf og fjárráða. Borðin munu svigna undan glæsilegum kaffiveitingum og er það von okkar að sem flestir sjái sér fært að mæta. Að vanda verður létt stemning í loftinu og er þetta gullið tækifæri fyrir alla klúbbfélaga hittast og kannski þá sérstaklega að hitta stofnfélagana. Að öllum líkindum verða sagðar nokkrar mis vafasamar ferðasögur og er ég illa svikinn ef ákveðnir aðilar ausa ekki úr sínum ótæmandi viskubrunni. Þetta verður bara gaman !
Fleiri greinar...
Síða 45 af 63