Leiðin sem við hjólum verður nokkurnvegin svona:

Miklatún - Flókagata - Langahlíð - Miklabraut - Snorrabraut - Bergþórugata - Barónsstígur - Eiríksgata - Njarðargata - Sóleyjargata - Skothúsvegur - Tjarnargata - Vonarstræti - Fríkirkjuvegur - Skothúsvegur - Suðurgata - Sturlugata - Sæmundargata - Hringbraut - Sóleyjargata - Hljómskálagarðurinn.

Við hjólum á götunum, förum að öllu með gát og erum á eigin ábyrgð.

Ýmsar tilögur hafa komið fram um slagorð sem væru góð á bökin, en undirbúningshópurinn mælist til þess að þau verði á jákvæðum nótum og undirstriki hjólreiðar sem góðan samgöngumáta. Hér eru listi með tillögum sem hafa komið fram. Svo er bara að kynda undir skáldagáfunni og slá þessum við.


# Ég flýg :-)

# Frjáls eins og fuglinn

# 9 million bicycles in Beijing

# Hið fullkomna innanbæjarökutæki !

# Mér datt þessu í hug á hjólinu ( Albert Einstein)

# Orkunýtni eins og hann gerist best !

# um 0,08 lítrar á hundrað km

# Sparibaukur samfélagins ( 60 milljónir )

# Bætum ár við lífinu með hjólreiðum

# Ég brenni fitu, ekki olíu

# Framtíðin er græn

# Grænna er hreinna

# Aðeins minn eigin útblástur

# Stæltur rass - minna hlass (Less gas, more ass)

# Minni olía = meira líf

# Líkamslykt er betri en CO2

# Sérðu mig núna?

# Varúð: Mannknúið farartæki framundan

# Hreint loft fyrir börnin

# Ég er lífrænt ræktuð

# Frískur fljótur og heitur

# Í fullum rétti

# Hjólum til heilla!

# 30% meiri lífslíkur

# Ævi-sparnaður

# Engin bílalán

# Brauð og te

# Öruggur staður til að vera á

# Viltu koma á samstarf í umferðinni ?

# Sviti er betra en CO2

# Mengum frekar með egin rassi,

# Njótum útiveru betur

# Frelsi fyrir alla,

# Frjáls sem fuglinn,

# Visthæfur útblástur

# Hjólhestur er bestur.

# Ég greiði líka gatnagerðagjöld.

# Viltu vera með mér.... örugg í umferðinni.

# Verum saman..... á götunum.


Þeir sem vilja geta mætt snemma og fengið aðstoð við að skrifa skilaboð á bakið sitt.