- Details
- Fjölnir Björgvinsson
Farin verður árleg fuglaskoðunarferð frá Fjölskyldu og Húsdýragarðinum kl 19:30. Jakob Sigurðsson verður með í för og segir okkur frá þeim fuglum sem verða á vegi okkar. Hann er áhugamaður um fugla og verður með okkur á vegum Fuglavernar (sjá fuglavernd.is). Farinn verður hringurinn í Grafarvoginum í rólegheitunum og stoppað oft. Munið eftir sjónaukanum.
- Details
- Fjölnir Björgvinsson
Ortlieb hjólatöskur hafa reynst mjög vel við íslenskar aðstæður og eru vel þekktar meðal hjólreiðafólks. Fyrirtækið býður beiða línu af vönduðum töskum sem henta við ýmiskonar verkefni. Verslunin Hirzlan Smiðsbúð 6 í Garðabæ veitir félagsmönnum 15% afslátt (kredit og debet) af Ortlieb töskum og fylgihlutum. hirzlan.is / www.vild1.com
- Details
- Fjölnir Björgvinsson
Rafport, verslun með ímmiðaprentara, merkivélar ofl. veita nú félagsmönnum ÍFHK 10% afslátt af Brother prentvörum. www.rafport.is
- Details
- Fjölnir Björgvinsson
Lagt af stað frá Árbæjarsafni kl 10:00 laugardagsmorgun. Hjólað er til Úlfljósvatns um Nesjavallaleið. Gist á Úlfljótsvatni í tjöldum en hægt er að fá innigistingu á vægu verði en hana þarf að panta hjá Heiðari:
Úlfljótsvatnshlaupið verður á laugardagsmorgninum og er öllum heimil þátttaka. Hlaupavegalengdin er um 25.km. Þannig að þeir sem vilja geta farið inneftir á föstudeginum og tekið þátt í hlaupinu og hjólað með hópnum til baka á sunnudeginum. bara hugmynd...
Það er góður möguleiki að hjóla leiðina ef áhugi er fyrir því að hlaupinu loknu. Leiðin er stikuð.
Einnig er á staðnum lítið vatna-safary í líkingu við Wipaut, sem gaman er að þegar hlýtt er í veðri.
Nánari upplýsingar um svæðið á heimasíðu Úlfljótsvatns www.ulfljotsvatn.is
Nánari upplýsingar veitir Björgvin í síma:662 6440
Ferðanefnd.
- Details
- Fjölnir Björgvinsson
- Details
- Fjölnir Björgvinsson
höldum upp á að vorið sé komið með pompi og prakt. Léttar veitingar allir velkomnir. Viðgerðaaðstaðan opin eins og alltaf. Reynsluboltar tilbúnir til skrafs og ráðagerðar. Herlegheitin munu standa yfir milli kl 20 og 22 við og í klúbbhúsinu.
Stjórnin.
- Details
- Fjölnir Björgvinsson
Hjólaferð með Útivist 29 30. maí.
Verð 0.- kr.
Það er allt annað að fara inn í Bása á hjólhesti en í jeppa og ávinningurinn er auðvitað sá að menn kynnast landinu á nýjan hátt. Farið á einkabílum að Stóru-Mörk og hjólað þaðan um 25 km leið inn í Bása og gist þar. Sama leið hjóluð til baka sem er mun léttara því það hallar niður á við. Munið eftir nesti og viðgerðarsetti. Skráning á skrifstofu Útivistar.
Síða Útivistar: http://www.utivist.is/utivist/ferdaaaetlun/hjolaraektin/?ew_3_cat_id=103424&ew_3_p_id=22706290#
- Details
- Fjölnir Björgvinsson
Fimmtudaginn 20. maí kl 20 til 22 býður Íslenski Fjallahjólaklúbburinn upp á ferðaundirbúningsnámskeið.
Fleiri greinar...
Síða 39 af 63