- Details
- Húsnefnd
Er Bláalónsþrautin eitthvað fyrir mig ?
Fimmtudaginn 10. júní kl 20:00 kemur Albert Jakobsson formaður HFR og færir okkur í allan sannleikann um Bláalónsþrautina sem haldin verður sunnudaginn 13. júní eins og allir vita. Hann ætlar að kynna þrautina í máli, tölum og sennilega myndum líka og svara öllum okkar spurningum varðandi þrautina. Margir hafa eflaust velt því fyrir sér hvort þetta sé ekki of langt eða erfitt og finnast ekkert erindi eiga í þetta. Albert hjálpar líka að meta hvort sá hinn sami eigi erindi. Þegar þetta er skrifað eru 142 þegar búnir að skrá sig á netinu og góðar líkur á þátttökumeti en í fyrra voru þátttakendurnir 300. Komdu með, þú sérð ekki eftir því.
Auk þess verður létt kynning á félaginu HFR, starfssemi þeirra, mótum og æfingum.
Að sjálfsögðu verða léttar veitingar og viðgerðaaðstaðan niðri opin. Gott tækifæri tið að yfirfara hjólið og gera klárt.