Boðið verður upp á trúss frá höfuðborgarsvæðinu og verður lagt af stað klukkan 10:00 á laugardeginum frá N1 Ártúnshöfða. Trússið kostar 10.000 krónur á mann og er þar miðað við flutning á hjóli, farangri og einstakling til Svarfaðardals og tilbaka til höfuðborgarsvæðisins frá Hólum í Hjaltadal á sunnudeginum. Ef eingöngu er óskað eftir flutningi á hjóli eða farangri þá er hægt að semja um lægra verð. Trússbíllinn rúmar 7 farþega og 7 hjól. Lágmarksþáttaka í trússið eru 4 hjól til að það standi undir sér.

Þægileg sveitagisting er í boði á Skeiði í Svarfaðardal (sjá kort) þar sem er í boði svefnpokapláss fyrir 9 manns (2500 krónur á mann), tvö herbergi með tveimur uppábúnum rúmum hvort (4000 krónur á mann), og svo tjaldstæði (900 krónur á mann). Ef hópur pantar svefnpokaplássið þá er það lokað fyrir frekari pöntunum. Einnig er hægt að gista á Fosshóteli á Dalvík (25.000 krónur á mann með morgunverði) eða á tjaldsvæðinu á Dalvík (1000 krónur á mann) ef menn hafa áhuga á því. Nánari upplýsingar varðandi gistingu er á http://travel2dalvik.com. Áhugasamir eru beðnir að panta gistingu sem fyrst á meðan laus pláss eru í boði.

Stofnuð hefur verið Facebook hópur fyrir ferðina og þar má finna einhverja umfjöllun varðandi hana auk mynda frá heiðinni.

Áhugasamir eru beðnir að hafa samband við Stefán B. Sverrisson í seinasta lagi föstudagskvöldið 16. júlí klukkan 21:00.

Póstfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Sími: 843 0276

 

Heljardalsheiði

 

 

 

Heljardalsheiði

 

 

 

Heljardalsheiði

 

 

Heljardalsheiði