- Details
- Björgvin Hilmarsson
Farið veður frá klúbbhúsinu við Brekkustíg, föstudagsmorguninn 6. ágúst kl. 10.00. og ekið að Vatnsfelli og hjólað þaðan í Veiðivötn. Á laugardeginum verður hjólað um Veiðivatnasvæðið og stórkostleg náttúra svæðisins skoðuð. Á sunnudeginum verður hjólað í Jökulheima. Þaðan ekið heim.
Gist verður í skála Ferðafélagsins í Veiðivötnum, eða tjöldum sem það kjósa.
Verðið er 10.000.kr.innifalin er akstur til og frá Veiðivötnum og gisting báðar næturnar. Hámarksfjöldi er 12.manns.
- Details
- Fjölnir Björgvinsson
Á sunnudaginn 8. ágúst verður opnað í Skálafelli fyrsta Bike-Park á Íslandi fyrir fjallahjólreiðar.
Lögð verður alls 3 km löng braut með um 350 m fallhæð. Hægt verður að nota stólalyftuna til að komast upp á fjallstopp og hjóla niður. Á neðri hluta svæðisins verða Dirt-Jump og BMX stökkpallar.
Formleg opnun verður þann 8. ágúst með keppni í BMX og Fjallabruni en nánari dagskrá verður auglýst síðar. Til stendur að hafa svæðið opið um helgar fram á haust á meðan veður leyfir.
- Details
- Stefán B. Sverrisson
Fjallahjólaklúbburinn stendur fyrir ferð yfir Heljardalsheiði þann 18. júlí. Heljardalsheiði var helsta samgönguæð milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar áður fyrr, áður en akvegur var lagður yfir Öxnadalsheiði. Akvegur hefur aldrei verið lagður yfir Heljardalsheiði en vegslóði var gerður yfir heiðina á níunda áratug seinustu aldar, sem er orðinn frekar torfærinn í dag.
Lagt verður af stað frá Melum í Svarfaðardal (sjá staðsetningu á korti) klukkan 8:45 á sunnudeginum og ferðin enduð á Hólum í Hjaltadal. Leiðin er um 40 kílómetra löng en heiðarleiðin sjálf er um 20 kílómetrar en restin er á akvegi. Áætlaður ferðatími er 6-9 klukkustundir. Hæðin liggur hæst í 860 metra hæð og er hún tiltölulega brött og grýtt beggja megin þannig að gera má ráð fyrir að teyma hjólin upp mesta brattann og jafnvel eitthvað niður Skagafjarðarmegin. Ferðin krefst því að þáttakendur séu í góðu formi og séu tilbúnir að takast á við erfiðar aðstæður. Vaða þarf Kolbeinsdalsá þegar um klukkutími er eftir í Hóla í Hjaltadal og getur það verið nokkuð krefjandi. Mismikið rennsli er í ánni en menn hafa verið að vaða hana upp í hné og alveg upp í klof í sumum tilfellum. Einhverjir snjóskaflar verða einnig á leiðinni nálægt toppi heiðarinnar. Ferðin er því ekki síður ævintýraferð en hjólaferð. Mælst er til að hafa farangur í bakpoka frekar en í töskum á hjólinu þannig að auðveldara verði að koma hjólinu yfir torfærur. Þeir sem standa fyrir ferðinni hafa meðferðis helstu verkfæri og varahluti fyrir hjólin.
- Details
Walther Knudsen kemur í klúbbhúsið á fimmtudaginn til þess að ræða og miðla þróun þeirra félagsstarfa í hjólheimum sem hann hefur verið þátttakandi í. Hann var varaformaður European Cyclists Federation 1998 -2000. Húsið opnar kl. 20 og við skulum stefna á að enska sé aðaltungumálið með fyrirspurnarleyfum á íslensku, dönsku og ensku.
- Details
- Páll Guðjónsson
Við hjá Árstíðaferðurm - bjóðum upp á leiðsagðar ferðir um
Reykjavík á rafhjólum. Ferðirnar eru jafnt í boði fyrir Íslendinga og
erlenda gesti.
Einnig bjóðum við upp á rafhjólaleigu. Sjá nánar www.seasontours.is
Kær kveðja, Gunnar Þór Gunnarsson
- Details
- Fjölnir Björgvinsson
Íslenski fjallahjólaklúbburinn hefur ár hvert staðið fyrir hjólreiðaferð til Viðeyjar og ferðin verður að þessu sinni í 29. júní. Þessar ferðir hafa undanfarin ár verið geysilega skemmtilegar og menn viðrað stálfáka sína í Viðey. Hjólaleiðin er ekki svo löng né strembin og allir velkomnir með, hvort heldur vanir hjólagarpar eða byrjendur. Allir reiðhjólaeigendur velkomnir með hjólin sín! Viðeyjastofa verður opin svo hægt verður að kaupa veitingar á meðan dvöl okkar stendur.
Leiðsögn: Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir
ATH: Siglt er frá Skarfabakka kl.19:15. Aukaferð verður frá Skarfabakka kl 18:15 ef einhver vill eyða meiri tíma í Viðey.
Siglt verður til baka um kl 22:00.
Verðskrá í Viðeyjarferjuna:
Börn að 0 - 6 ára ókeypis
Börn 6 18 ára kr. 500.-
Fullorðnir að 67 ára kr. 1000.-
Eldri borgarar kr. 900.-
Námsmenn kr. 900.-
Öryrkjar kr. 900.-
Ferðanefnd og Verkefnastjóri Viðeyjar.
- Details
- Fjölnir Björgvinsson
Fjallahjólaklúbburinn er ekkert í fríi og verður með opið hús á fimmtudaginn 17. júní milli 20:00 og 22:00. Viðgerðaaðstaðan opin og léttar veitingar. Engin formleg dagskrá en líklegt er að einhver verði að spá í ferðir á næstunni enda sumarfríin um það bil að bresta á.
Húsnefnd.
- Details
- Húsnefnd
Fimmtudaginn 10. júní kl 20:00 kemur Albert Jakobsson formaður HFR og færir okkur í allan sannleikann um Bláalónsþrautina sem haldin verður sunnudaginn 13. júní eins og allir vita. Hann ætlar að kynna þrautina í máli, tölum og sennilega myndum líka og svara öllum okkar spurningum varðandi þrautina. Margir hafa eflaust velt því fyrir sér hvort þetta sé ekki of langt eða erfitt og finnast ekkert erindi eiga í þetta. Albert hjálpar líka að meta hvort sá hinn sami eigi erindi. Þegar þetta er skrifað eru 142 þegar búnir að skrá sig á netinu og góðar líkur á þátttökumeti en í fyrra voru þátttakendurnir 300. Komdu með, þú sérð ekki eftir því.
Auk þess verður létt kynning á félaginu HFR, starfssemi þeirra, mótum og æfingum.
Að sjálfsögðu verða léttar veitingar og viðgerðaaðstaðan niðri opin. Gott tækifæri tið að yfirfara hjólið og gera klárt.
Fleiri greinar...
Síða 38 af 63