- Details
- Páll Guðjónsson
Hjólað til styrktar krabbameinsrannsókna
Alissa R. Vilmundardóttir lagði nýlega af stað í hjólaferð í kringum landið til að kynna og styrkja Rannsóknastofu í krabbameinsfræðum undir kjörorðinu Okkar leið – allra málefni. Ferðin hefur verið í undirbúningi síðustu 6 mánuði og upphaflega voru þær tvær, en ferðafélagi Alissu hætti við ferðina og því fer hún ein um landið. Verndari söfnunarinnar er Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti Íslands.
- Details
- Fjölnir Björgvinsson
Á opnu húsi annað kvöld verður kompukvöld - einnig þekkt undir orðinu skiptimarkaður. Vanti þig eitthvað eða hafir þú eitthvað til kaups, sölu eða skipta endilega komdu og gerðu góð kaup (Eða sölu). Allt hjóladót velkomið; heil hjól, partar fatnaður eða hvað eina.
Húsið opnar kl 20 og verður opið til kl 22. Einhverjar veitingar í boði.
Húsnefnd.
- Details
Það voru hjól upp um allar hlíðar við opnun Hjólagarðsins, Bike Park, í Skálafelli 8. Ágúst 2010. Strákar á öllum aldri; pabbar, afar, skólastrákar og venjulegir íslenskir töffarar – áttu velheppnaðan dag í fjallinu enda rjómablíða og yfir 20 stiga hiti. Íslenski fjallahjólaklúbburinn bauð gestum upp á pulsu og kók, Dj. Simmi breytti íslenskum náttúruhljóðum yfir í nýjar víddir, hjólabúðir sýndu vörur sínar og keppt var á BMX í drulluhoppi.
- Details
- Björgvin Hilmarsson
Farið veður frá klúbbhúsinu við Brekkustíg, föstudagsmorguninn 6. ágúst kl. 10.00. og ekið að Vatnsfelli og hjólað þaðan í Veiðivötn. Á laugardeginum verður hjólað um Veiðivatnasvæðið og stórkostleg náttúra svæðisins skoðuð. Á sunnudeginum verður hjólað í Jökulheima. Þaðan ekið heim.
Gist verður í skála Ferðafélagsins í Veiðivötnum, eða tjöldum sem það kjósa.
Verðið er 10.000.kr.innifalin er akstur til og frá Veiðivötnum og gisting báðar næturnar. Hámarksfjöldi er 12.manns.
- Details
- Fjölnir Björgvinsson
Á sunnudaginn 8. ágúst verður opnað í Skálafelli fyrsta Bike-Park á Íslandi fyrir fjallahjólreiðar.
Lögð verður alls 3 km löng braut með um 350 m fallhæð. Hægt verður að nota stólalyftuna til að komast upp á fjallstopp og hjóla niður. Á neðri hluta svæðisins verða Dirt-Jump og BMX stökkpallar.
Formleg opnun verður þann 8. ágúst með keppni í BMX og Fjallabruni en nánari dagskrá verður auglýst síðar. Til stendur að hafa svæðið opið um helgar fram á haust á meðan veður leyfir.
- Details
- Stefán B. Sverrisson
Fjallahjólaklúbburinn stendur fyrir ferð yfir Heljardalsheiði þann
18. júlí. Heljardalsheiði var helsta samgönguæð milli Eyjafjarðar og
Skagafjarðar áður fyrr, áður en akvegur var lagður yfir Öxnadalsheiði.
Akvegur hefur aldrei verið lagður yfir Heljardalsheiði en vegslóði var
gerður yfir heiðina á níunda áratug seinustu aldar, sem er orðinn frekar
torfærinn í dag.
Lagt verður af stað frá Melum í Svarfaðardal (sjá staðsetningu á korti) klukkan 8:45 á sunnudeginum og ferðin enduð á Hólum í Hjaltadal. Leiðin er um 40 kílómetra löng en heiðarleiðin sjálf er um 20 kílómetrar en restin er á akvegi. Áætlaður ferðatími er 6-9 klukkustundir. Hæðin liggur hæst í 860 metra hæð og er hún tiltölulega brött og grýtt beggja megin þannig að gera má ráð fyrir að teyma hjólin upp mesta brattann og jafnvel eitthvað niður Skagafjarðarmegin. Ferðin krefst því að þáttakendur séu í góðu formi og séu tilbúnir að takast á við erfiðar aðstæður. Vaða þarf Kolbeinsdalsá þegar um klukkutími er eftir í Hóla í Hjaltadal og getur það verið nokkuð krefjandi. Mismikið rennsli er í ánni en menn hafa verið að vaða hana upp í hné og alveg upp í klof í sumum tilfellum. Einhverjir snjóskaflar verða einnig á leiðinni nálægt toppi heiðarinnar. Ferðin er því ekki síður ævintýraferð en hjólaferð. Mælst er til að hafa farangur í bakpoka frekar en í töskum á hjólinu þannig að auðveldara verði að koma hjólinu yfir torfærur. Þeir sem standa fyrir ferðinni hafa meðferðis helstu verkfæri og varahluti fyrir hjólin.
- Details
Walther Knudsen kemur í klúbbhúsið á fimmtudaginn til þess að ræða og
miðla þróun þeirra félagsstarfa í hjólheimum sem hann hefur verið
þátttakandi í. Hann var varaformaður European Cyclists Federation 1998 -2000. Húsið opnar kl. 20 og við skulum stefna á að enska sé aðaltungumálið með
fyrirspurnarleyfum á íslensku, dönsku og ensku.
- Details
- Páll Guðjónsson
Við hjá Árstíðaferðurm - bjóðum upp á leiðsagðar ferðir um
Reykjavík á rafhjólum. Ferðirnar eru jafnt í boði fyrir Íslendinga og
erlenda gesti.
Einnig bjóðum við upp á rafhjólaleigu. Sjá nánar www.seasontours.is
Kær kveðja, Gunnar Þór Gunnarsson
Fleiri greinar...
Síða 38 af 64