Mánudaginn 9. ágúst lagði Alissa af stað sem leið liggur á Þjóðvegi 1 og fer suður og austur um land. Markmiðið er að ljúka hringferðinni á tíu dögum, en Alissa gefur sér fjóra aukadaga ef þess gerist þörf. Gerir hún ráð fyrir að koma til Reykjavíkur 18. ágúst og ljúka þar með ferðinni Okkar leið – allra málefni. Þó verður áfram hægt að styrkja málefnið eftir að ferðinni lýkur.
Rannsóknastofa í krabbameinsfræðum hefur fyrir löngu unnið sér sess í alþjóðlegum heimi krabbameinsfræða fyrir rannsóknir sínar og rannsóknarniðurstöður, en forstöðukonur hennar eru Helga M. Ögmundsdóttir og Jórunn Erla Eyfjörð.
Söfnunarferð Alissu kringum Ísland hefst og endar við húsnæði Rannsóknastofu í krabbameinsfræðum að Læknagarði og að ferð lokinni verður athöfn þar sem Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, afhendir skjal til marks um þá upphæð sem safnast hefur.
Alissa R. Vilmundardóttir býður öllum að hjóla með sér síðustu kílómetrana til Reykjavíkur, þ.e. úr Mosfellsbæ að Læknagarði og vonast til að fjölmenni taki þátt á síðustu metrunum og sýni með því stuðning sinn við krabbameinsrannsóknir á Íslandi, og njóti léttra veitinga við ferðalok.
Símalína til styrktar málefninu er 904 -1339. Með því að hringja í símanúmerið leggjast sjálfkrafa 1.339 krónur á reikning verkefnisins. Þetta svarar til einnar krónu á hvern kílómetra sem hjólaður er.
Heimasíða átakins er www.facebook.com/Okkar.leid en Alissa skrifar dagbók og setur upp myndir í lok hvers dags.
Það verður sömuleiðis hægt að fylgjast með ferðinni í gegnum GPS staðsetningartæki á slóðina: www.depill.is/Okkar.leid
Með von um góðar undirtektir og bestu kveðjum,
stuðningshópur Alissu R. Vilmundardóttur
Nánar upplýsingar:
Alissa Rannveig Vilmundardóttir
Tölvupóstfang:
Sími: 690-7914
Reikningsnúmer átaksins: 0115-15-630829, kt. 020887-2069.
Greinar um ferðina: http://www.mbl.is/mm/folk/frettir/2010/07/19/hjola_hringinn_a_tiu_dogum/ og http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/08/09/hjolar_fyrir_krabbameinsrannsoknir/ (í fyrri greininni er talað um að þær séu tvær en önnur stúlkan hætti við og því fer Alissa ein um landið).