Allir félagar ÍFHK og þeirra gestir eru hjartanlega velkomnir í þriðjudagsferðirnar. Börn viljum við sjá í góðum félagsskap foreldra eða forráðamanna sinna og reynslan segir okkur að þetta eru einkar notalegar hjólaferðir um borg og bý. Í þessum ferðum fer einnig fram eina keppni félagsins; keppt er um mætingabikarinn. Sá sem á flestar mætingar í ferðir sumarsins fær veglegan bikar í lokatúrnum í ágúst. Á síðasta ári var það Edda Guðmundsdóttir sem hneppti bikarinn. Hún kom í allar ferðirnar nema eina. Hún er nú í ferðanefnd klúbbsins. Edda kynntist klúbbnum fyrst á kynningu í Perlunni á Degi Umhverfisins 24. apríl í fyrra.