- Details
- Fjölnir
Taktu frá laugardaginn 20. september til að taka þátt í hápunkti evrópskrar samgönguviku.
Undirbúningur er í fullum gangi og dagskráin fjölbreytt og skemmtileg. Þar má nefna nokkrar nýjungar, meðal annars munu þátttakendur í hjólalestum frá: Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi njóta léttra veitinga í boði bæjarfélaganna á hverjum stað. Keppt verður í hinum árlega Tjarnarsprett og dagskrá verður í Hljómskálagarðinum.
- Details
- Ferðanefnd
Helgina 6. - 7. september verður farin óvissuferð ársins. Eðli málsins samkvæmt er ekki hægt að gefa út nákvæma dagskrá en rétt er þó að gefa helling af "vísbendingum".
Leiðin sem varð fyrir valinu liggur um ægifagurt landslag á bökkum Þjórsár, um svæði sem mun kannski fljótlega fara undir virkjanir. Leiðsögumaður er Björg Eva Erlendsdóttir sem starfar við leiðsögn um svæðið og er því mjög kunnug. Hjólað verður eftir vegslóðum og troðningum sem eru í heildina léttir yfirferðar og fær öllum sem hafa sæmilegt vald á fjallahjóli. Brekkur eru svo fáar og litlar að það tekur því ekki að nefna það. Gist verður í Fossnesi í Gnúpverjahreppi.
Spáin er ljómandi góð, hægur andvari og bjartviðri. Þó er rétt að vera við öllu búin/n því farið er að hausta lítillega.
Lagt verður af stað á laugardagsmorgun og komið aftur seinnipart sunnudags.
- Details
Hjólafærni er verkleg hjólakennsla fyrir stjórnendur reiðhjóla, sem vilja læra að umgangast hjólið sitt af ábyrgð og alúð.
Þátttakandi í Hjólafærni lærir að meta ástand síns reiðhjóls, fær leiðsögn um bestu nýtingarmöguleika hjólsins og tekur virkan þátt í samræðum um gagn og gaman þessa magnaða farartækis.
- Details
- Páll Guðjónsson
Það er vaxandi skilningur meðal stjórnenda fyrirtækja og stofnana á því að því fylgir mikill kostnaður að bjóða uppá og halda við bílastæðum fyrir einkabílinn og að eðlilegt sé að hvatningarkerfi sé komið á laggirnar til að minnka bílastæðaþörfina. Lesið hér Samgöngustefnu FÁ og Samgöngusamning sem skólinn bíður starfsmönnum sínum. Nú eru bílastæðin við skólann aðgangsstýrð. Nemendur sem vilja bílastæði þurfa að sækja um aðgang og greiða 8000 kr. fyrir haustönn.
- Details
Eftir sólríkt og skemmtilegt hjólasumar er komið að lokaferð þriðjudagsferða Íslenska fjallahjólaklúbbsins. Frá því um miðjan maí hafa vaskir reiðhjólaunnendur safnast saman við Mjóddina kl. 20 á þriðjudagskvöldum og hjólað saman um borgina. Ferðirnar hafa teygt sig víða; fuglaskoðun í Grafarvoginum, Gróttuviti heimsóttur, kaffihúsaferð á Hressó, hjólað í kringum Rauðavatn, Heiðmerkurhringur, Elliðavatn, í Hafnafjörð og víðar.
Frá fyrstu ferð vorsins var ljóst að hjólamönnum fjölgar ört í borginni. Hópurinn hefur að meðaltali verið 40 - 60% stærri í ferðum sumarsins en á undanförnum árum. Samhliða ferðunum hafa þátttakendur safnað ferðum og í lokaferðinni verður einmitt afhentur mætingarbikar sumarsins. Annars vegar farandbikar og hins vegar annar minni til eignar. Þess má geta að ein manneskja hefur eignast farandbikarinn fyrir að vera með bestu mætinguna í þriðjudagskvöldferðirnar í 3 ár; það var hin knáa Sóley Bjarnadóttir sem það gerði fyrir tveimur árum, þá 12 ára gömul.
Ferðin á þriðjudaginn hefst við Mjóddina, þar sem strætó stoppar, kl. 20 og hjólað verður þaðan sem leið liggur í GÁP í Mörkinni. Þar verður loka hátíð þriðjudagsferðanna, verðlaunaafhending og léttar veitingar.
Í tilefni dagsins bíður GÁP 30% afslátt af hraðamælum og Sigma ljósum.
Ferðin er opin öllum hjólamönnum og ætti að vera lokið fyrir kl. 22.
Allar nánari upplýsingar veita Bjarni Helgason í s. 8494245 og Sesselja Traustadóttir í s. 864 2776
- Details
- Haukur Eggertsson
Íslandsmeistaramótið í götuhjólreiðum verður haldið laugardaginn 30. ágúst kl. 11. Lagt verður af stað frá Leirunesti, innst við pollinn, og hjólað austur og svo norður með Svalbarðsströndinni, yfir Víkurskarð, inn Ljósavatnsskarð og snúið við Fosshól (Goðafoss) og farin sama leið til baka.
- Details
- Páll Guðjónsson
20. ágúst voru stofnuð Samtök um bíllausan lífsstíl af hópi fólks sem hefur að sameiginlegu áhugamáli að vinna að því að gera bíllausan lífsstíl á höfuðborgarsvæðinu að vænlegri kosti en nú er
Tilgangurinn er margþættur, allt frá því að hafa jákvæð áhrif á nærumhverfið og draga úr útblástursmengun og yfir það að skapa líflegra og mannvænna borgarumhverfi.
Í hópnum er fólk sem bæði lifir bíllausum lífsstíl og þeir sem gjarnan vildu gera það, ef aðstæður til þess væru betri.
Hópurinn er þverpólitískur, og leggur því meiri áherslu á að berjast fyrir réttindum þeirra er kjósa sér bíllausan lífsstíl fremur en sértækum og hugsanlega umdeilanlegum lausnum.
Kíkið á síðu þeirra billaus.is
Fleiri greinar...
Síða 52 af 63