- Details
- Páll Guðjónsson
Mikið hjólreiðaátak hefur staðið yfir í
Reykjavík allt þetta kjörtímabil. Í Grænu skrefunum segir undir
yfirskriftinni Göngum lengra, hjólum meira: „Göngu- og
hjólreiðastígurinn frá Ægisíðu upp í Elliðaárdal verður breikkaður,
upphitaður og vatnshönum þar fjölgað. Göngu- og hjólreiðastígum verður
sinnt eins og götum borgarinnar allan ársins hring ... Merkingar göngu-
og hjólreiðastíga munu taka mið af göngu og hjólreiðum sem
samgöngumáta."
Stórt skref í þessari baráttu hefur nú verið stigið með því að merkja Suðurgötuna með svokölluðum hjólavísum (sjá myndir hér). Þeir virka þannig að sérstakar merkingar eru málaðar í götuna og gefa bæði hjólreiðamönnum og ökumönnum bifreiða skýr skilaboð um að hjólreiðamenn eigi þarna rétt og það beri að taka tillit til þeirra. Þegar við vorum að undirbúa þessa aðgerð á umhverfis- og samgöngusviði Reykjavíkurborgar þurftum við að velja á milli þess að mála sérstakan renning í götuna eða setja þessa vísa niður. Í samráði við Landsamtök hjólreiðamanna (fleiri myndir hér) ákváðum við að setja hjólavísana niður í Suðurgötuna, til að kynna þá fyrir borgarbúum. Annarsstaðar geta aðrar lausnir átt við.
- Details
- Fjölnir Björgvinsson
Fimmtudaginn 2. október byrjar hreinsunarátak í klúbbhúsinu. Öll aðstoð vel þegin við að fegra húsnæðið að innan sem utan. Hafir þú áuga á að láta gott af þér leiða fyrir klúbbinn er þetta kjörið tækifæri.
- Details
- Páll Guðjónsson
Stofnfundur Samtaka um bíllausan lífsstíl verður í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur, miðvikudaginn 17. september kl. 20:00. Samtök um bíllausan lífsstíl er þverpólitískt félag fólks sem hefur það sameiginlega áhugamál að gera bíllausan lífsstíl að vænlegri kosti en nú er. Markmið félagsins er ekki að berjast gegn einkabílum eða bíleigendum, heldur einungis að stuðla að fjölbreyttari samgöngum og berjast fyrir því að jafnræðis sé gætt milli ólíkra samgöngukosta. Skoðið vef þeirra billaus.is.
Það verður líka mikið í gangi á laugardag þegar skipulagðar hjólalestir leggja af stað víðsvegar um höfuðborgarsvæðið og safna fólki. Hjólalestirnar sameinast svo í Nauthólsvík og hjóla þaðan í hóp að Ráðhúsinu þar sem ýmsir viðburðir eru skipulagðir, eins og Tjarnarspretturinn og Hjólasirkus.
- Details
- Fjölnir
Taktu frá laugardaginn 20. september til að taka þátt í hápunkti evrópskrar samgönguviku.
Undirbúningur er í fullum gangi og dagskráin fjölbreytt og skemmtileg. Þar má nefna nokkrar nýjungar, meðal annars munu þátttakendur í hjólalestum frá: Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi njóta léttra veitinga í boði bæjarfélaganna á hverjum stað. Keppt verður í hinum árlega Tjarnarsprett og dagskrá verður í Hljómskálagarðinum.
- Details
- Ferðanefnd
Helgina 6. - 7. september verður farin óvissuferð ársins. Eðli málsins samkvæmt er ekki hægt að gefa út nákvæma dagskrá en rétt er þó að gefa helling af "vísbendingum".
Leiðin sem varð fyrir valinu liggur um ægifagurt landslag á bökkum Þjórsár, um svæði sem mun kannski fljótlega fara undir virkjanir. Leiðsögumaður er Björg Eva Erlendsdóttir sem starfar við leiðsögn um svæðið og er því mjög kunnug. Hjólað verður eftir vegslóðum og troðningum sem eru í heildina léttir yfirferðar og fær öllum sem hafa sæmilegt vald á fjallahjóli. Brekkur eru svo fáar og litlar að það tekur því ekki að nefna það. Gist verður í Fossnesi í Gnúpverjahreppi.
Spáin er ljómandi góð, hægur andvari og bjartviðri. Þó er rétt að vera við öllu búin/n því farið er að hausta lítillega.
Lagt verður af stað á laugardagsmorgun og komið aftur seinnipart sunnudags.
- Details
Hjólafærni er verkleg hjólakennsla fyrir stjórnendur reiðhjóla, sem vilja læra að umgangast hjólið sitt af ábyrgð og alúð.
Þátttakandi í Hjólafærni lærir að meta ástand síns reiðhjóls, fær leiðsögn um bestu nýtingarmöguleika hjólsins og tekur virkan þátt í samræðum um gagn og gaman þessa magnaða farartækis.
- Details
- Páll Guðjónsson
Það er vaxandi skilningur meðal stjórnenda fyrirtækja og stofnana á því að því fylgir mikill kostnaður að bjóða uppá og halda við bílastæðum fyrir einkabílinn og að eðlilegt sé að hvatningarkerfi sé komið á laggirnar til að minnka bílastæðaþörfina. Lesið hér Samgöngustefnu FÁ og Samgöngusamning sem skólinn bíður starfsmönnum sínum. Nú eru bílastæðin við skólann aðgangsstýrð. Nemendur sem vilja bílastæði þurfa að sækja um aðgang og greiða 8000 kr. fyrir haustönn.
Fleiri greinar...
Síða 52 af 64