Dagskrá Samgönguviku má lesa á vef Reykjavíkurborgar en hér eru nokkur atriði sem höfða sérstaklega til hjólreiðafólks:
Miðvikudagur 17. september
20:00 Stofnfundur félags áhugamanna um bíllausan lífsstíl í Ráðhúsi Reykjavíkur. Samtök um bíllausan lífsstíl er þverpólitískt félag fólks sem hefur það sameiginlega áhugamál að gera bíllausan lífsstíl að vænlegri kosti en nú er. Markmið félagsins er að stuðla að fjölbreyttari samgöngum og berjast fyrir því að jafnræðis sé gætt milli ólíkra samgöngukosta. Á stofnfundi verður kosið í stjórn, lög samþykkt og fyrirhuguð starfsemi kynnt. Allir eru velkomnir. Fundarstjóri er Samúel T. Pétursson, skipulagsverkfræðingur. Ráðhús Reykjavíkur.
Laugardagur 20. september
Hjólalestir sem henta allri fjölskyldunni leggja af stað til Nauthólsvíkur.
11:30 frá Hafnarborg í Hafnarfirði
12:10 frá Sjálandsskóla í Garðabæ
12:50 frá Gerðasafni í Kópavogi
11:30 frá nýja Miðbæjartorginu í Mosfellsbæ
12:00 frá Hallsteinshöfða í Grafarvogi
12:30 frá Minjasafni Orkuveitunnar í Elliðaárdal
13:00 frá Vesturbæjarlaug
13:45 Allir hjóla saman frá Nauthólsvík að Ráðhúsi Reykjavíkur
14:10 Felix Bergsson, leikari, tekur á móti gestum og leikur við hvern sinn fingur
14:30 Tjarnarspretturinn
Árviss viðburður á Samgönguviku. Þaulvanir keppnismenn í hjólreiðum keppa á götuhjólum hringinn í kringum Tjörnina í Reykjavík. Hjólaðir eru 15 hringir í karlaflokki og 10 hringir í kvennaflokki. Keppnin er einstaklega áhorfendavæn. Keppendur ná miklum hraða í hringnum og þurfa að takast á við krappar beygjur á mikilli ferð. Allir hvattir til þess að koma klappa og hvetja.
15:00 Hjólasirkus Landsliðið í hjólaleikni leikur listir sínar.
Hjólreiðafélag Reykjavíkur kynnir starfsemi sína og hjólafærni á skjám í Ráðhúsinu.
Ný hjólastígakort verða gefin út með öllum hjólastígum á höfuðborgarsvæðinu.
15:30 Verðlaunaafhending
Afhent verða verðlaun í Tjarnarsprettinum.
Boðið verður uppá léttar veitingar í Ráðhúsinu og dagskrá lýkur kl. 16:00.
Sunnudagur 21. september
12:15 Hjólatúr í Samgönguhverfi ársins, Grafarvogi. Hjólað um hverfið á hraða sem hentar allri fjölskyldunni. Vakin athygli á ýmsu í nánasta umhverfinu sem mörgum yfirsést. Lagt að stað frá Borgarholtsskóla.