Undirbúningsfundur verður haldinn fimmtudaginn 4. september í klúbbhúsinu að Brekkustíg 2 kl 20:00 til 22:00 og mun Björg Eva lýsa ferðinni betur og fara yfir það sem þarf að hafa meðferðis. Byrjað verður að skrá í ferðina þá um kvöldið og símleiðis á föstudag. Magnús Bergsson sér um skráningu í síma: 616 2904.
Kostnaður:
Fyrir fullorðinn félagsmann 4000.- 2000.- sé hann 16 ára og yngri.
Fullorðinn ófélagsbundinn 7000.- 3500.- fyrir 16 ára og yngri.
Innifalið: Gisting í svefnpokaplássi, kvöldverður (grill), akstur til og frá gististað og Eðal leiðsögn og flutningur á hjólum.
Grófur listi yfir það sem þarf að hafa með sér:
-
Fjallahjól
-
Hlífðarfatnað í takt við árstíðina (þó spáin sé mjög góð)
-
Gott nesti að undanskildum kvöldmat
-
Litla tösku á hjólið fyrir nestið fyrir daginn (eða lítinn bakpoka)
-
Lámarks viðgerðarsett svo sem bætur og pumpu.
-
Söngbækur og góða skapið...
Ferðanefnd.