Það sem er mikilvægt við þessa bættu aðstöðu hjólreiðafólks á Suðurgötunni, er að þetta er í rauninni framlenging á Ægisíðustígnum sem fjölmargir nýta sér. Fyrir háskólanema sem býr í Breiðholti er leiðin orðin mjög greið á hjólreiðastígum niður Elliðaárdalinn, gegnum Fossvoginn, meðfram Öskjuhlíðinni og flugvellinum og að lokum upp Einarsnesið inn á Suðurgötuna. Og eins og einnig er kveðið á um í Grænu skrefunum erum við að yfirfara allan Ægisíðugöngustíginn upp í Elliðaárdal til að reyna að aðskilja gangandi og hjólandi umferð til að tryggja öryggi beggja hópa.

Allt er þetta á fullri ferð og ástæða til að hvetja borgarbúa til að huga að heilsunni og buddunni og hjóla í allan vetur í vinnu og skóla. Aðstæður hafa aldrei verið betri. Til hamingju Reykvíkingar!

Gísli Marteinn bloggar á gislimarteinn.is