En það er gert með því að keyra inn að Fitjum laugardagsmorguninn og svo til baka um kvöldið án þess að gista. Vissulega er skemmtilegast að vera með alla ferðina og njóta einstakrar náttúru í Skorradalnum. Darri Mikaelson fer fyrir ferðinni en hann er mjög reyndur hjólaferðalögum hérlendis sem og erlendis. Leiðin í kringum vatnið er 43km og allar gerðir af vegi en yfir heildina mjög góður malarvegur. Fyrsti kaflinn er reyndar grófur en að sama skapi stuttur. Gisting á tjaldstæði kostar 1500.- og er öll aðstaða til fyrirmyndar. Gjald í ferðina er 1000 en frítt fyrir félagsmenn ÍFHK (inni í því gjaldi er flutningur á hjólum og grillaðstaða).

Allar upplýsingar og skráning er hjá Darra í síma: 694 5075

Ferðanefnd og HFR.IS

 

Skorradalur