- Details
Hestar, hjól og menn samferða í sátt
Laugardaginn 9. mars 2002 sóttu hjólreiðamenn mjög vel heppnaðan fund
með hestamönnum, ráðgjafaþjónustu Alta, Skipulags- og byggingasviði
Reykjavíkurborgar auk annarra sem vinna í útivistarmálum í austurhluta
Reykjavíkur. Fundir af þessu tagi eru nýlunda hér á landi og eiga að
uppfylla skilmála Staðardagskrár 21 (SD21) þar sem íbúar eiga að koma að
frumdrögum skipulagsmála. Var fundurinn haldinn í félagsheimili Fáks í
Víðidal. Hófst hann kl. 10 um morguninn og stóð til klukkan rúmlega
17:00. Af hálfu hjólreiðamanna sóttu Magnús Bergsson, Björn Finnsson og
Morten Lange fundinn. Upphaf fundarins má rekja til árekstra milli
hestamanna og annars útivistarfólks á nýlögðum stígum frá Víðidal og upp
í Heiðmörk. Á fundinum átti að finna leiðir til að laga þessi mál í
nútíð og framtíð. Fundurinn var mjög vel skipulagður og vel sóttur, þá
sérstaklega af hestamönnum. Hófst hann með því að allir skrifuðu á miða
þau vandamál sem menn höfðu staðið frammi fyrir. Sama fyrirkomulag var
haft um draumana, þ.e. hvers menn óskuðu sér. Því næst töldu menn upp
lausnir á vandamálunum. Svo hófst hópavinnan þar sem menn reyndu að
setja raunhæfar lausnir á kort sem hóparnir síðan kynntu.
- Details
- Alda Jónsdóttir
Ferð Íslenska fjallahjólaklúbbsins með ÍT ferðum. Fólk getur líka komið með í flugið og verið á eigin vegum því að það er fullt af flottum hjólaleiðum á þessu svæði. Fyrir neðan er skipulagið á ferðinni okkar:
- Details
- Haraldur Tryggvason
Þann 15.05.2001 stóðu Landssamtök hjólreiðamanna og Íslenski fjallahjólaklúbburinn fyrir talningu á hjólreiðafólki við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar frá kl. 7:00 til 20:00, í 13 m/s eða 6 vindstigum (allhvass) og -0.8°C hita.
- Details
- Páll Guðjónsson
Nú á dögunum barst okkur vilyrði fyrir styrk úr Borgarsjóði til að lagfæra Brekkustíginn enn frekar. Er verið að smíða gluggann og smíða blikkkantana á þakkantana svo að ekki leki inn.Einnig þurfum við að setja hita á efri hæðina og bæta kaffiaðstöðuna.Á sumardaginn fyrsta stóð til að mála allt húsið en Hörpumenn sem veittu okkur Hörpustyrkinn í fyrra réðu okkur frá því vegna þess að enn væri of kalt. Það mætti hins vegar vaskur hópur í klúbbhúsið á sumardaginn fyrsta og málaði allt húsið að innan gerði þar ýmis smáverk sem ekki veitt af að gera.Fljótlega verður húsið grunnað og málað að utan með grillveislu í lok dags svo að nú fylgjumst við með veðurspánni, veljum hentugan dag, og hóum í mannskapinn gegnum tölvupóstlistann.
Fleiri greinar...
Síða 59 af 63