Alltof lítið hefur verið gert í okkar málum vegna þess hvað fólk hefur lítinn tíma. Við höfum þó verið að dreifa bæklingnum sem að Páll Guðjónsson tók saman um aðstæður hjólreiðamanna (Er inni á heimasíðunni á Umferðarvefnum) og þá sent bréf með til forráðamanna.Einnig mættum við á fund varðandi Sundabraut og reynum að koma því að að ekki sé góð lausn að loka fyrir umferð hjólandi og gangandi eins og heyrst hefur en ekki er búið að ákveða hvaða valkostir verða fyrir valinu og bíðum við því spennt eins og margir aðrir.
Aðalfundurinn í nóvember tókst vel og var vel mætt. Tveir nýir meðlimir komu í stjórn þeir Ólafur Stefánsson (Óli litli ) og Guðlaugur Egilsson. Með nýjum mönnum koma nýjar hugmyndir sem eru til góðs fyrir klúbbinn. Um leið og ég bíð þessa tvo velkomna vil ég þakka Halla Tryggva og Magnúsi Bergs fyrir síðast liðin ár í stjórn.
Ferðanefndin hefur sett saman fjölbreytta hjóladagskrá fyrir sumarið og vona ég að sem flestir finni eitthvað við sitt hæfi þó að veðurblíðan undanfarið hafi orðið til þess að en fleiri hafi hjólað í vetur þrátt fyrir vætutíð. Maður heyrir á fólki að það er orðið óhræddara við að leggja upp í langferðir með vinum eða vinnufélögum en ákveðið var að hafa fjölbreyttar ferðir og ekki síður ferðir sem að henta yngri klúbbfélögum vel.
Hjólakveðjur Alda Jóns formaður ÍFHK Apríl. 2003.