Lagt af stað og flogið til Stavanger í Noregi 12. júní kl 22:30, lent 03.

Gerum hjólin klár og farangurinn á og hjólum í gistinu í Sola (rétt við flugvöllinn) Rúta er gífurlega dýr á þessum tíma og fyrir svo stutta ferð, svo að ég vil sleppa því að taka rútu enda verðum við vel vakandi og hjólum stutt þennan dag.

1. gisting:
Förum í svefnpokagistingu í Sola (rétt við Stavanger). Gistum í skóla þessa nótt.

1. dagur 13. júní.
Þurfum að leggja af stað um kl 10-11 því að við þurfum að versla mat fyrir næstu þrjá daga. Komumst næst í búðir í Tau í lok þriðja dags. Legg til að við kaupum okkur eitthvað gott, því að dagleiðin er stutt og við höfum tveggja nátta stopp í Lysebotnen. Þar getum við kannski grillað og þurfum ekki að vera með farangur upp brekkurnar næsta dag.

Mikilvægt: Við verðum að ná ferju kl 14:20. Sola - Lauvvik c.a. 35 km Kl 14.20 Ferja frá Lauvvík inn allan Lysefjorden komum til Lysebotnen um kl. 15:25

norge-02.jpg

 

2. Gisting:
Lysebotnen (verðum á sama stað tvær nætur) Fáum hús, tvö 6 manna herb., tvö 4ra manna herb. tvö 2ja manna herb. Eldunnaraðstaða.

2. dagur 14. júní:
Lysebotnen - upp allar beygjurnar (Klifur tæplega c.a. 1000metrar - sjá mynd).
Þegar komið er upp er farið eftir stíg út að Kjerag (4ra tíma gangur fram og til baka) Óvíst er hvort hægt er að hjóla þennan stíg en skoðið mynd fyrir neðan. Hjólað aftur niður til Lysebotnen.
Ath. Nýja bremsupúða að framan áður en lagt er af stað í Stavangerferðina!

3. Gisting Lysebotnen

 

norge-04w.jpg

 

 
3. dagur 15. júní:
Frá Lysebotnen með ferju kl. 13:00 til Songesand um kl. 14:10. Hjólum upp brekkur í um 650m hæð, og þaðan til Tysdalsvatn. Síðan til baka í Lysebotnen, c.a. 45km leið.

4. Gisting:
Björnheimsbygd Fjórir 6manna "hytte" kofar. Aðgangur að sturtu, sjónvarpi, setustofu og eldhúsi. 7 km. til Tau í verslanir.
   

 

norge-03.jpg


4. dagur 16. júní:
Hjólað frá Björnheimsbygda til Prekestolshytta 20 km. Gengið á Prekestolen, sjá mynd. Fram og til baka um 5 tímar. Hjólað Prekestolshytta til Oanes. 25 km. Ferja til Lauvvik (tíðar ferðir) og hjólað Lauvik -Sandnes 18-24 km

 
   

5. Gisting:
Kronen Gaard Hotel, Vatne 2ja manna herbergi með morgunverði. Sturta og hjólageymsla í boði.

5. dagur 17. júní:
Frjáls dagur. Heim um nóttina
Val:
1) Hægt að hjóla til Solastrand (rétt við flugvöllinn) þar sem er baðströnd. Eða skoða Stavanger sem er mjög fallegur gamall bær.
2) Hjóla hring eftir áhuga á þessu svæði. Flatt og víða hjólastígar sérstaklega með ströndinni. Sandnes er þekktur hjólabær og á þessu svæði eru víða stígar.
Þjóðhátíðarstemning

18. júní:
Mæta út á flugvöll kl 02. Flogið heim kl. 04. Lent í Keflavík kl 04.30

Verð fyrir félagsmenn 37.000kr fyrir flug, skatta og gistingu. Þarf að borga inn á 10.000kr fyrir 10. apríl hjá ÍT ferðum, Engjateig (húsið við hliðina á Laugardalshöllinni, síminn er 588 9900). Gera þarf ráð fyrir ferjukostnaði, verður ekki yfir 4.000kr. Hámarksfjöldi er 24 í þessa ferð.

 

 

norge-05e.jpg

 

Alda Jónsdóttir

© ÍFHK 2002