- Details
- Jakob
Þann 18. júní s.l. var haldin hjólreiðadagur í Reykjavík í samvinnu Fjallahjólaklúbbsins, ÍBR og VÍS. Þarna var boðið uppá ýmsar þrautir og hjólatúr og einnig var þarna kynning á ýmsum búnaði tengdum hjólreiðum. Þarna mætti dágóður slatti af fólki á öllum aldri. Byrjað var á að fara hring í Laugardalnum og allir fengu Sprite og Prince og þau sem voru heppin unnu hjálma og húfur. Síðan kom á daginn að það, að fara bara hring í Laugardalnum var alls ekki nóg fyrir hjólaþyrsta hjólafíkla svo ákveðið var að fara upp í Elliðaárdal og bjuggumst við nú við að aðeins þeir allra hörðustu myndu fara en, það stormaði öll hersingin upp eftir og alla leið upp að stíflunni og þar yfir og svo sömu leið til baka. Það hellirigndi á okkur, nema hvað (annað hefði nú verið ósanngjarnt), en það var logn. Þegar við komum aftur í Laugardalinn fengu allir hressingu og eftir tískusýningu lauk svo þessum ágæta degi.
- Details
Sunnudaginn 21. nóvember síðastliðinn var haldin umhverfisráðstefna á kaffihúsinu Sólon Íslandus undir nafninu GRÆNA BYLTINGIN - hverjar eru horfurnar? Áður en hún hófst hjóluðu nokkrir félagar ÍFHK frá Kolaportinu, í fullum skrúða og í baráttuhug, smá hring um miðbæinn, og enduðu síðan við Sólon Íslandus. Í upphafi ráðstefnunnar var afhentur undirskriftalisti, með 3000 nöfnum, þess efnis að bæta þyrfti aðstöðu hjólreiðamanna á Stór-Reykjavíkursvæðinu.
- Details
- Heimir H. Karlsson
Á haustin hefjast haustútsölur í reiðhjólaverslunum og þar má gera góð kaup á reiðhjólum og fylgihlutum þeirra, og hjólafatnaði ýmisskonar. Haustið er nefnilega rétti tíminn til að kaupa sér reiðhjól, þá eru þau ódýrust. Ekki er þó ráðlegt að kaupa hjól handa börnum á haustin, því hjól sem passar barninu í haust getur verið of lítið næsta vor.
Fleiri greinar...
Síða 61 af 63