Ráðstefna sem haldin var að Hótel sögu 25 Nóvember 1999, að frumkvæði einkaðila Herberti Guðmundsinni. Til ráðstefnunar var til kallað margra góðra og sérfróðra manna um umferðamannvirki enda var yfirskrift samkomunar vísandi til þess sem vænta mætti í framtíðinni.
Íslensk umferðamannvirki og umferðarkerfið - staða og framtíðarsýn.
Að sjálsögðu voru við hjólreiðafólk á staðnum, og voru þau mætt Alda Jónsdóttir og Haraldur Tryggva, fyrir ÍFHK, svo fyrir hönd Landsamtaka Hjólreiðamanna, Gunnlaugur Jónsson og Magnús Bergsson.
Fyrstur til máls var háttvirtur Samgönguráðherra Sturla Böðvarson, mál hans rak fljótt yfir sögu og framtíð núverandi ríkisstjórnar sem var að engu að hyggja fyrir okkur hjólreiðafólk sem aðra mjúka umferð.
Næstur til máls var Dr. Haraldur Sigþórsson verkfræðingur hjá Línuhönnun hf. Mál hans var að fjalla Umferðaröryggi í þéttbýli og dreifbýli. Það var margt í máli hans sem maður hefur heyrt á svona ráðstefnum, það er að hraði drepur! En dánartölur í umferðinni sem allir rýna í eru sveiflukenndar og Dr.Haraldur gefur þessa skýringu á málinu. Það er alþekkt, að í þennsluástandi, eins og nú ríkir á Íslandi, gerast fleiri umferðarslys, heldur en í kreppuástandi. Dr. Haraldur bendir á að algengt er, að of lítið er tekið tillit til óvarinna vegfarenda (gangandi og hjólandi) við hönnun umferðarmannvirkja. Seinna í erindinu segir hann að endastaða er mjög háð viðteknum skoðunum, pólitík og tísku.
Næstur til máls var Örn Steinar Sigurðarsson verkfræðingur hjá VST hf. Í máli hans var lítið að græða fyrir okkur hjólreiðafólk, því að það skýrði sig vel þegar að pallumræðum kom því hann sagði með frammí kalli að þetta fólk (hjólreiðafólk) þyfti vera á hærri launum svo að það geti keypt sér bíl!!
Því næst kom Sigurður Ragnarsson, byggingaverkfræðingur hjá Forverki ehf. Hann sagði að það hefðu allir álit á umferðar mannvirkjum, til að nefna þegar hann er staddur í fermingaveislu eða góðra manna móti þá sem oftar víkur fólk sér að honum og vill að sínar hugmyndir séu komið á framfæri. Í máli Sigurðar kemur svo annað í ljós að hann og Haraldur eru ekki sammála þegar að hjólreiðum kemur og annari mjúkri umferð. Fólk er meira í fyrrúmi í dag við hönnun umferðarmannvirkja og skipa göngu-og hjólreiðamenn stærri sess nú en áður. Hann segir að það er þáttur sem leikur stóran þátt í hönnun umferðarmannvirkja, en það er pólitík.
Eftir þetta kom kaffi hlé, og svo var boðið uppá pallaumræður eins og ég minntist á, og um stjórnvölin sáu þeir Mótoristarnir Ómar Ragnarsson og Birgir Þór Bragason. Margt var rætt, en mest var rætt um lýsingu á Hellisheiði mili Hveragerði og Reykjavíkur, það mátti heyra að þeir sem þarna voru komnir væru því sammála að lýsing væri ekki sá öryggisþáttur sem henti þar, enda bentu þeir á að það væri pólitík sem ráði því, en þetta væri ekki komið frá þeim. Hjólreiðafólk benti á það mætti fara að huga að hjólreiðum milli þéttbýlustu kjarnanna hér á höfuðborgarsvæðinu.
Ráðstefnur af þessum toga mættu vera fleiri og lengri ( þessi til dæmis var 4 tímar) að mínu skapi.
Fyrir hönd hjólreiðafólks sem sátu ráðstefnuna vil ég þakka Herberti og Nestor, kynningar-og rástefnuþjónustunni, þakkir fyrir.
Kveðja:
Halli Tryggva.
- Details
- Haraldur Tryggvason