Þetta er það nýjasta í Óðinsvéum í dag. Þetta eru "leiðbeiningarljós" sem hafa verið sett upp hér í bænum. Með því að halda sig á grænu ljósunum kemst maður í gegnum gatnamótin án þess að þurfa að stoppa á rauðu. Leiðbeiningarljósin eru 45 með 8 metra millibili. Ljósin eru að sjálfsögðu ölvustýrð og tengd umferðarljósunum. Gert er ráð fyrir að hjólreiðamaðurinn sé á ca 16. km hraða.
Því miður eru þetta einu ljósin af þessari tegund í bænum og ekki fleiri væntanleg á næstunni.