- Details
- Árni Finnsson
Þetta er yfirskrift athyglisverðrar greinar eftir einn stjórnarmann Náttúruverndarsamtaka Íslands sem birtist í Degi 15 janúar. Samtökin hafa verið öflug í því að veita stjórnvöldum heilbrigt aðhald með vönduðum og vel rökstuddum málflutningi. Allir umhverfissinnar ættu að styðja starfið með því að gerast meðlimir og einnig er hægt að fá stöðugt nýjustu fréttir af umhverfismálunum á tölvupóstinum frá þeim. PG
- Details
- Alda Jónsdóttir, Dagný Indriðadóttir og Helga Jónsdóttir
Lokafrestur til að senda inn athugasemdir við fyrirhugað skipulag miðhálendisins rann út í desember eftir að hafa verið framlengdur. Eftir að við kynntum okkur skipulagið gátum við ekki orða bundist og sendum inn okkar athugasemdir við það ásamt á annað hundrað annara aðila og nú er bara að vona að ráðamenn taki mark á þeim og hugsi þetta upp á nýtt. Það er ótækt að meirihluti íslendinga hafi ekkert að segja um þessa þjóðargersemi og enn verra að setja yfirráðin í hendur margra tuga hreppsstjórna með mismunandi viðhorf og hagsmuni, skipaða fólki sem oft sinnir störfum þessum í hlutastarfi og af vanefnum. Skipulagið og gögn sem fylgja liggja frammi í klúbbhúsinu okkar fyrir þá sem vilja kynna sér þetta mikilvæga mál. PG
- Details
Það fór líklega ekki fram hjá neinum að frá og með 1. október er búið að lögleiða hjálma á börn fram að 15 ára aldri. Í fjölmiðlum voru deildar meiningar um þetta mál og mörgum þótti það undarlegt að lögin skyldu ekki ganga yfir alla aldurshópa. Í stuttu máli sagt var einstaklega illa staðið að þessum málum enda var aldrei haft samband við hagsmunaaðila hjólreiðafólks. Svo virðist vera að alskyns óskyldir hópar séu að kássast í okkar málum og fá eflaust borgað fyrir það. Sú skoðun er líka til að það hafi verið fáránlegt að lögleiða hjálma almennt. Lítið á heimasíðu Dansk Cyklist Forbund, textinn er á ensku og slóðin er http://webhotel.umi-c.dk/dck. Það er skoðun margra að hjálmaskylda fæli fólk frá því að stíga fyrsta skrefið og prófa smá hjólatúr, finnist þetta of flókið og mikið vesen og haldi sig bara við einkabílinn og letilífið. MB.
- Details
Það er óhætt að segja að aðgengi fyrir óvélvædda umferð í Reykjavík hafi batnað ótrúlega mikið undanfarin misseri. Byggðar hafa verið brýr yfir miklar umferðaræðar, gangstéttafláar lækkaðir og sumar leiðir strætisvagna taka nú við reiðhjólum.
Fleiri greinar...
Síða 63 af 64