Laugardaginn 12. júní verður Hjóladagur í Hafnarfirði. Það eru Upplýsingamiðstöð Ferðamanna og Æskulýðs- og tómstundaráð sem standa fyrir deginum. Allir bæjarbúar og aðrir áhugamenn um hjólreiðar og holla hreyfingu eru hvattir til að fara hjólandi um bæinn þennan dag. Í tilefni dagsins verða farnar þrjár skipulagðar hjólaferðir frá Riddaranum (Upplýsingamiðstöðinni Vesturgötu 8, við hliðina á Sjóminjasafninu) kl 13:00 undir leiðsögn félaga úr ÍFHK. Leiðirnar verða við allra hæfi, þ.e. fjölskylduferð um bæinn, ferð fyrir þá sem eru komnir aðeins á stað og síðan ein fyrir vana hjólreiðamenn. Leppin drykkir verða á ákveðnum stöðum í þessum ferðum svo enginn þarf að hafa áhyggjur af þorsta eða orkuleysi.

Íþróttafulltrúinn býður síðan öllum sem taka þátt í ferðunum í sund í Sundlaug Suðurbæjar sem er ein allra besta laug á landinu. Við segjum oft að Hafnarfjörður og næsta nágrenni sé ævintýraland hjólreiðarmannsins.

Allar nánari upplýsingar gefur Óli Litli, vinnusími 555 0404 og netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og á vef Upplýsingamiðstöðvarinnar www.hafnarfjordur.is/tourist-inf.

Sjáumst í Hafnarfirði á hjólum, Óli Litli.