Laugardaginn 12. júní verður Hjóladagur í Hafnarfirði. Það eru Upplýsingamiðstöð Ferðamanna og Æskulýðs- og tómstundaráð sem standa fyrir deginum. Allir bæjarbúar og aðrir áhugamenn um hjólreiðar og holla hreyfingu eru hvattir til að fara hjólandi um bæinn þennan dag. Í tilefni dagsins verða farnar þrjár skipulagðar hjólaferðir frá Riddaranum (Upplýsingamiðstöðinni Vesturgötu 8, við hliðina á Sjóminjasafninu) kl 13:00 undir leiðsögn félaga úr ÍFHK. Leiðirnar verða við allra hæfi, þ.e. fjölskylduferð um bæinn, ferð fyrir þá sem eru komnir aðeins á stað og síðan ein fyrir vana hjólreiðamenn. Leppin drykkir verða á ákveðnum stöðum í þessum ferðum svo enginn þarf að hafa áhyggjur af þorsta eða orkuleysi.
Íþróttafulltrúinn býður síðan öllum sem taka þátt í ferðunum í sund í Sundlaug Suðurbæjar sem er ein allra besta laug á landinu. Við segjum oft að Hafnarfjörður og næsta nágrenni sé ævintýraland hjólreiðarmannsins.
Allar nánari upplýsingar gefur Óli Litli, vinnusími 555 0404 og netfang
Sjáumst í Hafnarfirði á hjólum, Óli Litli.