- Details
- Haraldur Tryggvason
Þann 15.05.2001 stóðu Landssamtök hjólreiðamanna og Íslenski fjallahjólaklúbburinn fyrir talningu á hjólreiðafólki við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar frá kl. 7:00 til 20:00, í 13 m/s eða 6 vindstigum (allhvass) og -0.8°C hita.
- Details
- Páll Guðjónsson
Nú á dögunum barst okkur vilyrði fyrir styrk úr Borgarsjóði til að lagfæra Brekkustíginn enn frekar. Er verið að smíða gluggann og smíða blikkkantana á þakkantana svo að ekki leki inn.Einnig þurfum við að setja hita á efri hæðina og bæta kaffiaðstöðuna.Á sumardaginn fyrsta stóð til að mála allt húsið en Hörpumenn sem veittu okkur Hörpustyrkinn í fyrra réðu okkur frá því vegna þess að enn væri of kalt. Það mætti hins vegar vaskur hópur í klúbbhúsið á sumardaginn fyrsta og málaði allt húsið að innan gerði þar ýmis smáverk sem ekki veitt af að gera.Fljótlega verður húsið grunnað og málað að utan með grillveislu í lok dags svo að nú fylgjumst við með veðurspánni, veljum hentugan dag, og hóum í mannskapinn gegnum tölvupóstlistann.
- Details
- Páll Guðjónsson
"Eins og að hjóla yfir mólendi" var fyrirsögn á athyglisverðri frétt í Morgunblaðinu 31. ágúst 2000 um íbúa í Garðabæ sem ofbauð aðstæður til hjólreiða, settist niður og skifaði bréf til bæjaryfirvalda í Garðabæ. Þar færði hún rök fyrir máli sínu og var bréfið tekið fyrir á fundi bæjarráðs. Það þarf að láta í sér heyra ef maður vill breytingar. Það kom í ljós að þar á bæ var meira lagt upp úr því að leggja lengri stíga en að huga að því að gera það almennilega, stígarnir voru lagðir án undirbyggingar og voru svo skemmdir eftir frostlyftingar að, eins og íbúinn komst svo lýsandi að orði, það er "eins og að hjóla yfir mólendi".
Það er ekki nóg að leggja stíga sem líta vel út á kortum og í pappírum, það þarf að vanda til verka þannig að þeir nýtist til samgangna, árið um kring og til framtíðar. Lesið fréttina alla hér fyrir neðan. PG
Fleiri greinar...
Síða 60 af 64